Umfjöllun: Ísland - Argentína 31-25 | Fyrstu stigin í húsi Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 29. júlí 2012 08:00 Mynd/Valli Íslenska handboltalandsliðið fór yfir fyrstu hindrun sína í handboltakeppni Ólympíuleikanna eftir sex marka sigur á Argentínumönnum, 31-25, í Koparkassanum í London í morgun. Íslenska liðið var með frumkvæðið í leiknum fyrir utan fyrstu tíu mínútur leiksins og þrátt fyrir að sigurinn hafi aldrei verið í hættu þá var hann aldrei í höfn fyrr en í lokin. Hreiðar Levý Guðmundsson var maður leiksins þrátt fyrir að spila bara síðustu tuttugu mínúturnar. Hreiðar varði 12 af 19 skotum sem komu á hann (63 prósent) þar af voru þrjú vítaköst. Guðjón Valur Sigurðsson lék einnig mjög vel og var markahæstur með 9 mörk en Ingimundur Ingimundarson minnti líka á sig með því að skora þrjú mörk úr hraðaupphlaupum. Ísland komst í 15-11 rétt fyrir hálfleik en Argentínumenn skoruðu þrjú síðustu mörk hálfleiksins og minnkuðu muninn í eitt mark fyrir hálfleik. Argentínska liðið náði aftur að minnka muninn í eitt mark, 19-18, þegar tuttugu mínútur voru eftir en nær komust þeir ekki. Íslenska liðið skoraði síðan þrjú síðustu mörk leiksins og tryggði sér sex marka sigur. Næst mætir íslenska liðið Túnis á þriðjudagsmorgun. Byrjunin á leiknum var íslenska liðinu erfið, bæði í vörn og sókn. Argentína spilaði grimma 3-2-1 vörn sem strákarnir lentu í miklu basli með. Ekki hjálpaði til að Ólafur Stefánsson var ekki að finna sig. Eftir rúmlega tíu mínútna leik fékk Ólafur ósanngjarna brottvísun og eins og svo oft áður sýndu strákarnir mikinn karakter í undirtölunni. Þeir skoruðu tvö í röð og jöfnuðu metin, 4-4. Það sama gerðist stuttu síðar þegar Ásgeir Örn Hallgrímsson fékk reisupassann og strákarnir komust yfir í kjölfarið, 7-6. Þeir voru búnir að hrista af sér slenið og fóru að sigla fram úr, hægt og rólega. Staðan var 15-11 skömmu fyrir hálfleik en Argentínumennirnir svöruðu fyrir sig með þremur síðustu mörkum hálfleiksins, sem og því fyrsta í seinni hálfleik. Staðan því orðin jöfn. Strákarnir létu þó ekki segjast og náðu undirtökunum strax aftur. Þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum komu þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Hreiðar Levý Guðmundsson, en sá síðarnefndi hafði áður komið inn á og varið eitt víti. Snorri Steinn, sem hefur verið að glíma við sinaskiðabólgu, hafði mikil og góð áhrif á liðið - eins og svo oft áður. Ísland breytti stöðunni úr 19-18 í 24-20 og litu ekki til baka eftir það. Björgvin Páll átti frábæran leik í markinu en innkoma Hreiðars var þó enn betri. Hann varði grimmt, þar af tvö vítaskot til viðbótar, og sá til þess að Argentínumenn ættu engan séns á að koma til baka. Strákarnir voru lengi í gang í dag, bæði í vörn og sókn. Sóknin varð betri eftir því sem leið á leikinn en þeir gleymdu sér oft í vörninni og leyfðu Argentínumönnum að teygja lopann þar til þeir fundu glufuna. Guðjón Valur nýtti færin sín frábærlega og var ásamt markvörðunum besti maður íslenska liðsins í dag. Hreiðar var sem fyrr segir frábær þegar hann kom inn og Róbert var oft drjúgur á línuni. Arnór skoraði nokkur góð mörk og Aron nýtti sér leikinn til að koma sér í gang eftir meiðsli. Ólafur var betri eftir því sem leið á leikinn en Alexander Petersson fann aldrei almennilega taktinn og á vonandi nóg inni fyrir næstu leiki. Ísland þarf þó að spila betur gegn Túnis enda sterkur andstæðingur. Vörnin leit vel út á köflum í dag en lenti svo í tómum vandræðum inn á milli. Strákarnir þurfa að sýna meiri stöðugleika í varnarleiknum og munu sjálfsagt vinna í því fram að næsta leik, sem verður á þriðjudagsmorgun. Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Geta minnkað forskot Víkinga í tvö stig Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið fór yfir fyrstu hindrun sína í handboltakeppni Ólympíuleikanna eftir sex marka sigur á Argentínumönnum, 31-25, í Koparkassanum í London í morgun. Íslenska liðið var með frumkvæðið í leiknum fyrir utan fyrstu tíu mínútur leiksins og þrátt fyrir að sigurinn hafi aldrei verið í hættu þá var hann aldrei í höfn fyrr en í lokin. Hreiðar Levý Guðmundsson var maður leiksins þrátt fyrir að spila bara síðustu tuttugu mínúturnar. Hreiðar varði 12 af 19 skotum sem komu á hann (63 prósent) þar af voru þrjú vítaköst. Guðjón Valur Sigurðsson lék einnig mjög vel og var markahæstur með 9 mörk en Ingimundur Ingimundarson minnti líka á sig með því að skora þrjú mörk úr hraðaupphlaupum. Ísland komst í 15-11 rétt fyrir hálfleik en Argentínumenn skoruðu þrjú síðustu mörk hálfleiksins og minnkuðu muninn í eitt mark fyrir hálfleik. Argentínska liðið náði aftur að minnka muninn í eitt mark, 19-18, þegar tuttugu mínútur voru eftir en nær komust þeir ekki. Íslenska liðið skoraði síðan þrjú síðustu mörk leiksins og tryggði sér sex marka sigur. Næst mætir íslenska liðið Túnis á þriðjudagsmorgun. Byrjunin á leiknum var íslenska liðinu erfið, bæði í vörn og sókn. Argentína spilaði grimma 3-2-1 vörn sem strákarnir lentu í miklu basli með. Ekki hjálpaði til að Ólafur Stefánsson var ekki að finna sig. Eftir rúmlega tíu mínútna leik fékk Ólafur ósanngjarna brottvísun og eins og svo oft áður sýndu strákarnir mikinn karakter í undirtölunni. Þeir skoruðu tvö í röð og jöfnuðu metin, 4-4. Það sama gerðist stuttu síðar þegar Ásgeir Örn Hallgrímsson fékk reisupassann og strákarnir komust yfir í kjölfarið, 7-6. Þeir voru búnir að hrista af sér slenið og fóru að sigla fram úr, hægt og rólega. Staðan var 15-11 skömmu fyrir hálfleik en Argentínumennirnir svöruðu fyrir sig með þremur síðustu mörkum hálfleiksins, sem og því fyrsta í seinni hálfleik. Staðan því orðin jöfn. Strákarnir létu þó ekki segjast og náðu undirtökunum strax aftur. Þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum komu þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Hreiðar Levý Guðmundsson, en sá síðarnefndi hafði áður komið inn á og varið eitt víti. Snorri Steinn, sem hefur verið að glíma við sinaskiðabólgu, hafði mikil og góð áhrif á liðið - eins og svo oft áður. Ísland breytti stöðunni úr 19-18 í 24-20 og litu ekki til baka eftir það. Björgvin Páll átti frábæran leik í markinu en innkoma Hreiðars var þó enn betri. Hann varði grimmt, þar af tvö vítaskot til viðbótar, og sá til þess að Argentínumenn ættu engan séns á að koma til baka. Strákarnir voru lengi í gang í dag, bæði í vörn og sókn. Sóknin varð betri eftir því sem leið á leikinn en þeir gleymdu sér oft í vörninni og leyfðu Argentínumönnum að teygja lopann þar til þeir fundu glufuna. Guðjón Valur nýtti færin sín frábærlega og var ásamt markvörðunum besti maður íslenska liðsins í dag. Hreiðar var sem fyrr segir frábær þegar hann kom inn og Róbert var oft drjúgur á línuni. Arnór skoraði nokkur góð mörk og Aron nýtti sér leikinn til að koma sér í gang eftir meiðsli. Ólafur var betri eftir því sem leið á leikinn en Alexander Petersson fann aldrei almennilega taktinn og á vonandi nóg inni fyrir næstu leiki. Ísland þarf þó að spila betur gegn Túnis enda sterkur andstæðingur. Vörnin leit vel út á köflum í dag en lenti svo í tómum vandræðum inn á milli. Strákarnir þurfa að sýna meiri stöðugleika í varnarleiknum og munu sjálfsagt vinna í því fram að næsta leik, sem verður á þriðjudagsmorgun.
Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Geta minnkað forskot Víkinga í tvö stig Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sjá meira