Umfjöllun: Ísland - Argentína 31-25 | Fyrstu stigin í húsi Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 29. júlí 2012 08:00 Mynd/Valli Íslenska handboltalandsliðið fór yfir fyrstu hindrun sína í handboltakeppni Ólympíuleikanna eftir sex marka sigur á Argentínumönnum, 31-25, í Koparkassanum í London í morgun. Íslenska liðið var með frumkvæðið í leiknum fyrir utan fyrstu tíu mínútur leiksins og þrátt fyrir að sigurinn hafi aldrei verið í hættu þá var hann aldrei í höfn fyrr en í lokin. Hreiðar Levý Guðmundsson var maður leiksins þrátt fyrir að spila bara síðustu tuttugu mínúturnar. Hreiðar varði 12 af 19 skotum sem komu á hann (63 prósent) þar af voru þrjú vítaköst. Guðjón Valur Sigurðsson lék einnig mjög vel og var markahæstur með 9 mörk en Ingimundur Ingimundarson minnti líka á sig með því að skora þrjú mörk úr hraðaupphlaupum. Ísland komst í 15-11 rétt fyrir hálfleik en Argentínumenn skoruðu þrjú síðustu mörk hálfleiksins og minnkuðu muninn í eitt mark fyrir hálfleik. Argentínska liðið náði aftur að minnka muninn í eitt mark, 19-18, þegar tuttugu mínútur voru eftir en nær komust þeir ekki. Íslenska liðið skoraði síðan þrjú síðustu mörk leiksins og tryggði sér sex marka sigur. Næst mætir íslenska liðið Túnis á þriðjudagsmorgun. Byrjunin á leiknum var íslenska liðinu erfið, bæði í vörn og sókn. Argentína spilaði grimma 3-2-1 vörn sem strákarnir lentu í miklu basli með. Ekki hjálpaði til að Ólafur Stefánsson var ekki að finna sig. Eftir rúmlega tíu mínútna leik fékk Ólafur ósanngjarna brottvísun og eins og svo oft áður sýndu strákarnir mikinn karakter í undirtölunni. Þeir skoruðu tvö í röð og jöfnuðu metin, 4-4. Það sama gerðist stuttu síðar þegar Ásgeir Örn Hallgrímsson fékk reisupassann og strákarnir komust yfir í kjölfarið, 7-6. Þeir voru búnir að hrista af sér slenið og fóru að sigla fram úr, hægt og rólega. Staðan var 15-11 skömmu fyrir hálfleik en Argentínumennirnir svöruðu fyrir sig með þremur síðustu mörkum hálfleiksins, sem og því fyrsta í seinni hálfleik. Staðan því orðin jöfn. Strákarnir létu þó ekki segjast og náðu undirtökunum strax aftur. Þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum komu þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Hreiðar Levý Guðmundsson, en sá síðarnefndi hafði áður komið inn á og varið eitt víti. Snorri Steinn, sem hefur verið að glíma við sinaskiðabólgu, hafði mikil og góð áhrif á liðið - eins og svo oft áður. Ísland breytti stöðunni úr 19-18 í 24-20 og litu ekki til baka eftir það. Björgvin Páll átti frábæran leik í markinu en innkoma Hreiðars var þó enn betri. Hann varði grimmt, þar af tvö vítaskot til viðbótar, og sá til þess að Argentínumenn ættu engan séns á að koma til baka. Strákarnir voru lengi í gang í dag, bæði í vörn og sókn. Sóknin varð betri eftir því sem leið á leikinn en þeir gleymdu sér oft í vörninni og leyfðu Argentínumönnum að teygja lopann þar til þeir fundu glufuna. Guðjón Valur nýtti færin sín frábærlega og var ásamt markvörðunum besti maður íslenska liðsins í dag. Hreiðar var sem fyrr segir frábær þegar hann kom inn og Róbert var oft drjúgur á línuni. Arnór skoraði nokkur góð mörk og Aron nýtti sér leikinn til að koma sér í gang eftir meiðsli. Ólafur var betri eftir því sem leið á leikinn en Alexander Petersson fann aldrei almennilega taktinn og á vonandi nóg inni fyrir næstu leiki. Ísland þarf þó að spila betur gegn Túnis enda sterkur andstæðingur. Vörnin leit vel út á köflum í dag en lenti svo í tómum vandræðum inn á milli. Strákarnir þurfa að sýna meiri stöðugleika í varnarleiknum og munu sjálfsagt vinna í því fram að næsta leik, sem verður á þriðjudagsmorgun. Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið fór yfir fyrstu hindrun sína í handboltakeppni Ólympíuleikanna eftir sex marka sigur á Argentínumönnum, 31-25, í Koparkassanum í London í morgun. Íslenska liðið var með frumkvæðið í leiknum fyrir utan fyrstu tíu mínútur leiksins og þrátt fyrir að sigurinn hafi aldrei verið í hættu þá var hann aldrei í höfn fyrr en í lokin. Hreiðar Levý Guðmundsson var maður leiksins þrátt fyrir að spila bara síðustu tuttugu mínúturnar. Hreiðar varði 12 af 19 skotum sem komu á hann (63 prósent) þar af voru þrjú vítaköst. Guðjón Valur Sigurðsson lék einnig mjög vel og var markahæstur með 9 mörk en Ingimundur Ingimundarson minnti líka á sig með því að skora þrjú mörk úr hraðaupphlaupum. Ísland komst í 15-11 rétt fyrir hálfleik en Argentínumenn skoruðu þrjú síðustu mörk hálfleiksins og minnkuðu muninn í eitt mark fyrir hálfleik. Argentínska liðið náði aftur að minnka muninn í eitt mark, 19-18, þegar tuttugu mínútur voru eftir en nær komust þeir ekki. Íslenska liðið skoraði síðan þrjú síðustu mörk leiksins og tryggði sér sex marka sigur. Næst mætir íslenska liðið Túnis á þriðjudagsmorgun. Byrjunin á leiknum var íslenska liðinu erfið, bæði í vörn og sókn. Argentína spilaði grimma 3-2-1 vörn sem strákarnir lentu í miklu basli með. Ekki hjálpaði til að Ólafur Stefánsson var ekki að finna sig. Eftir rúmlega tíu mínútna leik fékk Ólafur ósanngjarna brottvísun og eins og svo oft áður sýndu strákarnir mikinn karakter í undirtölunni. Þeir skoruðu tvö í röð og jöfnuðu metin, 4-4. Það sama gerðist stuttu síðar þegar Ásgeir Örn Hallgrímsson fékk reisupassann og strákarnir komust yfir í kjölfarið, 7-6. Þeir voru búnir að hrista af sér slenið og fóru að sigla fram úr, hægt og rólega. Staðan var 15-11 skömmu fyrir hálfleik en Argentínumennirnir svöruðu fyrir sig með þremur síðustu mörkum hálfleiksins, sem og því fyrsta í seinni hálfleik. Staðan því orðin jöfn. Strákarnir létu þó ekki segjast og náðu undirtökunum strax aftur. Þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum komu þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Hreiðar Levý Guðmundsson, en sá síðarnefndi hafði áður komið inn á og varið eitt víti. Snorri Steinn, sem hefur verið að glíma við sinaskiðabólgu, hafði mikil og góð áhrif á liðið - eins og svo oft áður. Ísland breytti stöðunni úr 19-18 í 24-20 og litu ekki til baka eftir það. Björgvin Páll átti frábæran leik í markinu en innkoma Hreiðars var þó enn betri. Hann varði grimmt, þar af tvö vítaskot til viðbótar, og sá til þess að Argentínumenn ættu engan séns á að koma til baka. Strákarnir voru lengi í gang í dag, bæði í vörn og sókn. Sóknin varð betri eftir því sem leið á leikinn en þeir gleymdu sér oft í vörninni og leyfðu Argentínumönnum að teygja lopann þar til þeir fundu glufuna. Guðjón Valur nýtti færin sín frábærlega og var ásamt markvörðunum besti maður íslenska liðsins í dag. Hreiðar var sem fyrr segir frábær þegar hann kom inn og Róbert var oft drjúgur á línuni. Arnór skoraði nokkur góð mörk og Aron nýtti sér leikinn til að koma sér í gang eftir meiðsli. Ólafur var betri eftir því sem leið á leikinn en Alexander Petersson fann aldrei almennilega taktinn og á vonandi nóg inni fyrir næstu leiki. Ísland þarf þó að spila betur gegn Túnis enda sterkur andstæðingur. Vörnin leit vel út á köflum í dag en lenti svo í tómum vandræðum inn á milli. Strákarnir þurfa að sýna meiri stöðugleika í varnarleiknum og munu sjálfsagt vinna í því fram að næsta leik, sem verður á þriðjudagsmorgun.
Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira