Umfjöllun: Ísland - Argentína 31-25 | Fyrstu stigin í húsi Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 29. júlí 2012 08:00 Mynd/Valli Íslenska handboltalandsliðið fór yfir fyrstu hindrun sína í handboltakeppni Ólympíuleikanna eftir sex marka sigur á Argentínumönnum, 31-25, í Koparkassanum í London í morgun. Íslenska liðið var með frumkvæðið í leiknum fyrir utan fyrstu tíu mínútur leiksins og þrátt fyrir að sigurinn hafi aldrei verið í hættu þá var hann aldrei í höfn fyrr en í lokin. Hreiðar Levý Guðmundsson var maður leiksins þrátt fyrir að spila bara síðustu tuttugu mínúturnar. Hreiðar varði 12 af 19 skotum sem komu á hann (63 prósent) þar af voru þrjú vítaköst. Guðjón Valur Sigurðsson lék einnig mjög vel og var markahæstur með 9 mörk en Ingimundur Ingimundarson minnti líka á sig með því að skora þrjú mörk úr hraðaupphlaupum. Ísland komst í 15-11 rétt fyrir hálfleik en Argentínumenn skoruðu þrjú síðustu mörk hálfleiksins og minnkuðu muninn í eitt mark fyrir hálfleik. Argentínska liðið náði aftur að minnka muninn í eitt mark, 19-18, þegar tuttugu mínútur voru eftir en nær komust þeir ekki. Íslenska liðið skoraði síðan þrjú síðustu mörk leiksins og tryggði sér sex marka sigur. Næst mætir íslenska liðið Túnis á þriðjudagsmorgun. Byrjunin á leiknum var íslenska liðinu erfið, bæði í vörn og sókn. Argentína spilaði grimma 3-2-1 vörn sem strákarnir lentu í miklu basli með. Ekki hjálpaði til að Ólafur Stefánsson var ekki að finna sig. Eftir rúmlega tíu mínútna leik fékk Ólafur ósanngjarna brottvísun og eins og svo oft áður sýndu strákarnir mikinn karakter í undirtölunni. Þeir skoruðu tvö í röð og jöfnuðu metin, 4-4. Það sama gerðist stuttu síðar þegar Ásgeir Örn Hallgrímsson fékk reisupassann og strákarnir komust yfir í kjölfarið, 7-6. Þeir voru búnir að hrista af sér slenið og fóru að sigla fram úr, hægt og rólega. Staðan var 15-11 skömmu fyrir hálfleik en Argentínumennirnir svöruðu fyrir sig með þremur síðustu mörkum hálfleiksins, sem og því fyrsta í seinni hálfleik. Staðan því orðin jöfn. Strákarnir létu þó ekki segjast og náðu undirtökunum strax aftur. Þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum komu þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Hreiðar Levý Guðmundsson, en sá síðarnefndi hafði áður komið inn á og varið eitt víti. Snorri Steinn, sem hefur verið að glíma við sinaskiðabólgu, hafði mikil og góð áhrif á liðið - eins og svo oft áður. Ísland breytti stöðunni úr 19-18 í 24-20 og litu ekki til baka eftir það. Björgvin Páll átti frábæran leik í markinu en innkoma Hreiðars var þó enn betri. Hann varði grimmt, þar af tvö vítaskot til viðbótar, og sá til þess að Argentínumenn ættu engan séns á að koma til baka. Strákarnir voru lengi í gang í dag, bæði í vörn og sókn. Sóknin varð betri eftir því sem leið á leikinn en þeir gleymdu sér oft í vörninni og leyfðu Argentínumönnum að teygja lopann þar til þeir fundu glufuna. Guðjón Valur nýtti færin sín frábærlega og var ásamt markvörðunum besti maður íslenska liðsins í dag. Hreiðar var sem fyrr segir frábær þegar hann kom inn og Róbert var oft drjúgur á línuni. Arnór skoraði nokkur góð mörk og Aron nýtti sér leikinn til að koma sér í gang eftir meiðsli. Ólafur var betri eftir því sem leið á leikinn en Alexander Petersson fann aldrei almennilega taktinn og á vonandi nóg inni fyrir næstu leiki. Ísland þarf þó að spila betur gegn Túnis enda sterkur andstæðingur. Vörnin leit vel út á köflum í dag en lenti svo í tómum vandræðum inn á milli. Strákarnir þurfa að sýna meiri stöðugleika í varnarleiknum og munu sjálfsagt vinna í því fram að næsta leik, sem verður á þriðjudagsmorgun. Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið fór yfir fyrstu hindrun sína í handboltakeppni Ólympíuleikanna eftir sex marka sigur á Argentínumönnum, 31-25, í Koparkassanum í London í morgun. Íslenska liðið var með frumkvæðið í leiknum fyrir utan fyrstu tíu mínútur leiksins og þrátt fyrir að sigurinn hafi aldrei verið í hættu þá var hann aldrei í höfn fyrr en í lokin. Hreiðar Levý Guðmundsson var maður leiksins þrátt fyrir að spila bara síðustu tuttugu mínúturnar. Hreiðar varði 12 af 19 skotum sem komu á hann (63 prósent) þar af voru þrjú vítaköst. Guðjón Valur Sigurðsson lék einnig mjög vel og var markahæstur með 9 mörk en Ingimundur Ingimundarson minnti líka á sig með því að skora þrjú mörk úr hraðaupphlaupum. Ísland komst í 15-11 rétt fyrir hálfleik en Argentínumenn skoruðu þrjú síðustu mörk hálfleiksins og minnkuðu muninn í eitt mark fyrir hálfleik. Argentínska liðið náði aftur að minnka muninn í eitt mark, 19-18, þegar tuttugu mínútur voru eftir en nær komust þeir ekki. Íslenska liðið skoraði síðan þrjú síðustu mörk leiksins og tryggði sér sex marka sigur. Næst mætir íslenska liðið Túnis á þriðjudagsmorgun. Byrjunin á leiknum var íslenska liðinu erfið, bæði í vörn og sókn. Argentína spilaði grimma 3-2-1 vörn sem strákarnir lentu í miklu basli með. Ekki hjálpaði til að Ólafur Stefánsson var ekki að finna sig. Eftir rúmlega tíu mínútna leik fékk Ólafur ósanngjarna brottvísun og eins og svo oft áður sýndu strákarnir mikinn karakter í undirtölunni. Þeir skoruðu tvö í röð og jöfnuðu metin, 4-4. Það sama gerðist stuttu síðar þegar Ásgeir Örn Hallgrímsson fékk reisupassann og strákarnir komust yfir í kjölfarið, 7-6. Þeir voru búnir að hrista af sér slenið og fóru að sigla fram úr, hægt og rólega. Staðan var 15-11 skömmu fyrir hálfleik en Argentínumennirnir svöruðu fyrir sig með þremur síðustu mörkum hálfleiksins, sem og því fyrsta í seinni hálfleik. Staðan því orðin jöfn. Strákarnir létu þó ekki segjast og náðu undirtökunum strax aftur. Þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum komu þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Hreiðar Levý Guðmundsson, en sá síðarnefndi hafði áður komið inn á og varið eitt víti. Snorri Steinn, sem hefur verið að glíma við sinaskiðabólgu, hafði mikil og góð áhrif á liðið - eins og svo oft áður. Ísland breytti stöðunni úr 19-18 í 24-20 og litu ekki til baka eftir það. Björgvin Páll átti frábæran leik í markinu en innkoma Hreiðars var þó enn betri. Hann varði grimmt, þar af tvö vítaskot til viðbótar, og sá til þess að Argentínumenn ættu engan séns á að koma til baka. Strákarnir voru lengi í gang í dag, bæði í vörn og sókn. Sóknin varð betri eftir því sem leið á leikinn en þeir gleymdu sér oft í vörninni og leyfðu Argentínumönnum að teygja lopann þar til þeir fundu glufuna. Guðjón Valur nýtti færin sín frábærlega og var ásamt markvörðunum besti maður íslenska liðsins í dag. Hreiðar var sem fyrr segir frábær þegar hann kom inn og Róbert var oft drjúgur á línuni. Arnór skoraði nokkur góð mörk og Aron nýtti sér leikinn til að koma sér í gang eftir meiðsli. Ólafur var betri eftir því sem leið á leikinn en Alexander Petersson fann aldrei almennilega taktinn og á vonandi nóg inni fyrir næstu leiki. Ísland þarf þó að spila betur gegn Túnis enda sterkur andstæðingur. Vörnin leit vel út á köflum í dag en lenti svo í tómum vandræðum inn á milli. Strákarnir þurfa að sýna meiri stöðugleika í varnarleiknum og munu sjálfsagt vinna í því fram að næsta leik, sem verður á þriðjudagsmorgun.
Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ Sjá meira