Benedikt: Við hræðumst engan Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 22. mars 2012 21:45 Benedikt að stýra sínum mönnum í kvöld. "Það er ásættanlegt miðað við nýliða að ná þriðja sæti," sagði glaðbeittur Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs eftir sigurinn á Haukum í kvöld. Hann tryggði nýliðunum þriðja sætið í deildarkeppni Iceland Express-deildar karla. "Við höfum spilað vel lengst af í vetur. Við höfum komið með attitude til leiks, við hræðumst engan og það skiptir okkur engu hvað að eru margir landsleikir í hinu liðinu. Við hræðumst engan," sagði Benedikt sem hlakkar til úrslitakeppninnar þar sem Þór mætir Snæfelli. "Þetta er skemmtilegasti tími ársins og nú reyni ég að nota þá reynslu og þekkingu sem ég hef safnað í gegnum árin. Það er ákveðin kúnst að spila í úrslitakeppni og ákveðnir hlutir verða að ganga upp. Þetta verður ekki auðvelt, við erum að fara að spila við lið sem varð Íslandsmeistari fyrir ekki tveimur árum síðan og þeir hafa þessa þekkingu og reynslu og þetta verður hörkueinvígi." "Deildarkeppnin var ótrúlega jöfn í vetur. Hún hefur skipst í nokkur sæti og ég man ekki eftir tímabili þar sem maður þarf að fara á vefinn til að rifja upp hvernig fyrri leikurinn fór. Þetta hefur allt snúist um innbyrðis í vetur og það er ekki bara eitt lið, við höfum verið jafnir fjórum liðum í allan vetur og þetta er búið að vera skrýtið hvað það varðar. Ég hef aldrei pælt mikið í innbyrðis og nú varð maður að gera það því að það ræður í hvaða sæti maður lendir fyrir úrslitakeppni," sagði Benedikt en Þór lenti fyrir neðan KR á slakari árangri í innbyrði viðureignum liðanna. "Ég er mest ánægður með varnarleikinn heilt yfir í vetur. Þetta hefur gengið upp og ofan eins og gengur og hefur snúist um að hengja ekki haus þegar dýfan kemur og missa sig ekki í gleði þegar vel gengur. Það hefur verið mjög erfitt síðustu tvær vikur. Við höfum mætt í leiki og ætlað að vinna á hæfileikum, það er ekki við. Við förum í gegnum þetta á sterkri liðsheild ekki einhverjum einstaklings hæfileikum," sagði Benedikt sem gerði leikinn í kvöld svo upp í örfáum orðum. "Þessi leikur okkar í kvöld var klassískur leikur hjá okkur. Það skiptir ekki máli við hverja við spilum, þetta er alltaf stál í stál. Það skiptir engu máli í hvaða sæti andstæðingurinn er, svona hafa okkar leikir verið allt tímabilið," sagði Benedikt að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira
"Það er ásættanlegt miðað við nýliða að ná þriðja sæti," sagði glaðbeittur Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs eftir sigurinn á Haukum í kvöld. Hann tryggði nýliðunum þriðja sætið í deildarkeppni Iceland Express-deildar karla. "Við höfum spilað vel lengst af í vetur. Við höfum komið með attitude til leiks, við hræðumst engan og það skiptir okkur engu hvað að eru margir landsleikir í hinu liðinu. Við hræðumst engan," sagði Benedikt sem hlakkar til úrslitakeppninnar þar sem Þór mætir Snæfelli. "Þetta er skemmtilegasti tími ársins og nú reyni ég að nota þá reynslu og þekkingu sem ég hef safnað í gegnum árin. Það er ákveðin kúnst að spila í úrslitakeppni og ákveðnir hlutir verða að ganga upp. Þetta verður ekki auðvelt, við erum að fara að spila við lið sem varð Íslandsmeistari fyrir ekki tveimur árum síðan og þeir hafa þessa þekkingu og reynslu og þetta verður hörkueinvígi." "Deildarkeppnin var ótrúlega jöfn í vetur. Hún hefur skipst í nokkur sæti og ég man ekki eftir tímabili þar sem maður þarf að fara á vefinn til að rifja upp hvernig fyrri leikurinn fór. Þetta hefur allt snúist um innbyrðis í vetur og það er ekki bara eitt lið, við höfum verið jafnir fjórum liðum í allan vetur og þetta er búið að vera skrýtið hvað það varðar. Ég hef aldrei pælt mikið í innbyrðis og nú varð maður að gera það því að það ræður í hvaða sæti maður lendir fyrir úrslitakeppni," sagði Benedikt en Þór lenti fyrir neðan KR á slakari árangri í innbyrði viðureignum liðanna. "Ég er mest ánægður með varnarleikinn heilt yfir í vetur. Þetta hefur gengið upp og ofan eins og gengur og hefur snúist um að hengja ekki haus þegar dýfan kemur og missa sig ekki í gleði þegar vel gengur. Það hefur verið mjög erfitt síðustu tvær vikur. Við höfum mætt í leiki og ætlað að vinna á hæfileikum, það er ekki við. Við förum í gegnum þetta á sterkri liðsheild ekki einhverjum einstaklings hæfileikum," sagði Benedikt sem gerði leikinn í kvöld svo upp í örfáum orðum. "Þessi leikur okkar í kvöld var klassískur leikur hjá okkur. Það skiptir ekki máli við hverja við spilum, þetta er alltaf stál í stál. Það skiptir engu máli í hvaða sæti andstæðingurinn er, svona hafa okkar leikir verið allt tímabilið," sagði Benedikt að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira