Viðskipti innlent

Fasteignaveltan jókst um 33% milli ára í febrúar

Þinglýstum kaupsamningum um fasteignir á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 26,4% í febrúar s.l. miðað við sama mánuð í fyrra. Veltan á markaðinum jókst hinsvegar um rúmlega 33% milli þessara mánaða.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár. Þar segir að fjöldi samninga í febrúar s.l. hafi verið 354 og heildarveltan nam 10,5 milljörðum króna. Í febrúar í fyrra var fjöldi samninga hinsvegar 280 og heildarveltan nam 7,9 milljörðum kr.

Meðalupphæð á samning hækkaði einnig nokkuð, var 29,8 milljónir kr. í ár á móti 28,2 milljón kr. í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×