Viðskipti innlent

Sömdu við Elkem Ísland um vatnsveitumál

Vatnsveitufélag Hvalfjarðarsveitar sf. sem er að hálfu í eigu Hvalfjarðarsveitar og að hálfu í eigu Faxaflóahafna hefur samið við Elkem Ísland um samstarf í vatnsveitumálum fyrir Grundartangasvæðið og íbúðabyggðina í Melahverfinu og nágrenni.

Fjallað er um málið á vefsíðu Faxaflóahafna. Þar segir að samningur þessi sem hefur átt sér nokkuð langan aðdraganda felst í meginatriðum í því að Elkem Ísland veitir Vatnsveitufélaginu tímabundna heimild til nýtingar vatns úr lindum félagsins að Tungu.

Settur verður upp dælubúnaður sem eykur vatnsrennsli í lögninni frá Tungu en flutningsgeta núverandi lagnar er við núverandi aðstæður fullnýtt.

Vatnsveitan var lögð þegar Járnblendiverksmiðjan var sett á laggirnar á sínum tíma og er í eigu Elkem.

Með þessum aðgerðum er athafnasvæðinu á Grundartanga og íbúðabyggðinni í Melahverfi tryggður aðgangur að vatni sem hefur verið ótryggur fram að þessu.

Framkvæmdir vegna veitunnar hefjast á næsta ári en hönnun er hafin af fullum krafti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×