Viðskipti innlent

Spá óbreyttum stýrivöxtum í desember

Hagfræðideild Landsbankans telur að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi peningastefnunefndar Seðlabankans þann 12. desember næstkomandi.

Í tilkynningu segir að rökin fyrir óbreyttum vöxtum að þessu sinni megi finna í síðustu yfirlýsingu peningastefnunefndar vegna vaxtaákvörðunar þann 14. nóvember sl. Þar segir að grunnspá Seðlabankans bendir til þess að núverandi nafnvextir bankans nægi til þess að verðbólgumarkmiðið náist á spátímanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×