Innlent

Tilkynnir leka til lögreglu - íhugar lögbannskröfu á Kastljósið

Sveinn Arason ríkisendurskoðandi á fundi fjárlaganefndar.
Sveinn Arason ríkisendurskoðandi á fundi fjárlaganefndar. mynd/ grv.

Ríkisendurskoðun hefur tilkynnt lögreglu leka á skýrslu frá embættinu til Kastljóssins. Þetta kom fram á fundi fjárlaganefndar Alþingis með Sveini Arasyni ríkisendurskoðanda. Í Kastljósi í gær var fjallað um gríðarlegan umframkostnað við nýtt bókhaldskerfi. Sveinn sagðist jafnframt taka ábyrgð á því hversu lengi hefði dregist að skýrsla Ríkisendurskoðunar um málið yrði kláruð. Hann sagðist ekki vita hvenær skýrslan yrði tilbúin. Þá segist Sveinn hafa rætt við forstjóra fjársýslunnar um það hvort fara eigi fram á lögbann á umfjöllun sem Kastljósið hefur boðað í kvöld með framhaldi á málinu.

Í yfirlýsingu sem Ríkisendurskoðun sendi frá sér í gær segir að umrætt vinnuplagg sé trúnaðargagn sem komið hafi verið með ólögmætum hætti til Kastljóss. Plaggið hafi ekki verið sent formlega til hlutaðeigandi aðila til andmæla. Villur, rangfærslur og misskilningur sem plaggið kann að innihalda hafiþví ekki verið leiðrétt.

Þá benti Ríkisendurskoðun á að þeir aðilar sem athuganir stofnunarinnar beinast að hafi rétt til að andmæla frumniðurstöðum stofnunarinnar. Stofnunin fari ávallt vandlega yfir slík andmæli áður en gengið er frá endanlegri skýrslu og taki afstöðu til þess að hvaða marki tekið verði tillit til þeirra. Með umfjöllun Kastljóss hafi hlutaðeigandi aðilar í reynd verið sviptir þessum andmælarétti. Iðulega breytist drög að skýrslum sem Ríkisendurskoðun hefur í smíðum í kjölfar andmæla. Jafnvel séu dæmi um að slík vinnuplögg taki stakkaskiptum á lokastigum vinnslu. Það er því beinlínis rangt að leggja umrætt plagg að jöfnu við fullgerða skýrslu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.