Viðskipti innlent

Segja alrangt að kerfið hafi átt að kosta 160 milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar


Fjársýsla ríkisins segir að það sé alrangt sem Kastljós hélt fram í umfjöllun sinni á mánudag að fjárveiting upp á 160 milljónir króna árið 2001 hafi verið hugsuð til að kaupa, reka og viðhalda fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins til dagsins í dag.

„Þær 160 milljónir króna sem veittar voru á fjárlögum árið 2001 var ætlað að standa straum af þarfagreiningu og gerð útboðsgagna. Ekki var um að ræða fjárhæð til kaupa á nýju kerfi né reksturs þess því þörfin lá ekki fyrir né hvaða kröfur átti að gera til kerfisins. Upphæðin var eingöngu ætluð til undirbúnings á fyrsta hluta verksins," segir í tilkynningu frá fjársýslunni.

Fjársýslan segir að heildarkostnaður við þarfagreininguna, kaup á kerfinu og uppsetningu á því nemi um einum milljarði króna. Rekstur kerfisins á níu ára tímabili nemi um 2,8 milljörðum króna eða rúmum 300 milljónum á ári. Þetta samsvari að meðaltali rúmlega einni milljón króna á ári fyrir hverja stofnun ríkisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×