Jón Steinsson, sem var efnahagsráðgjafi Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að Ísland sé í ótrúlega góðri stöðu í dag, einungis þremur árum eftir að hafa verið í ótrúlega vondri stöðu. Erfiðar ákvarðanir sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar tók eigi mikinn þátt í þessum viðsnúningi.
Jón, sem er dósent í hagfræði við Columbia háskóla í Bandaríkjunum, fer yfir helstu verk ríkisstjórnarinnar í pistli sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í dag. Hann bendir meðal annars á að ríkisstjórnin hafi náð samningum við kröfuhafa Glitnis og Kaupþings sem fólu í raun í sér einkavæðingu Íslandsbanka og Arion banka. Margir gleymi ef til vill hvað þetta var mikilvægt, en bankarnir hafi fengið flest öll fyrirtæki landsins í sínar hendur og ef bankarnir hefðu ekki verið einkavæddir hefðu fyrirtækin verið í eigu ríkisins.
Jón segir líka að ríkisstjórnin hafi lyft grettistaki í ríkisfjármálum. skipað nýjan forstjóra Landsvirkjunar sem hafi gjörbreytt stefnu fyrirtækisins, rekið Davíð Oddsson úr starfi seðlabankastjóra og staðið sem klettur gegn ævintýralegum þrýstingi um almenna skuldaniðurfellingu.
Þá segir Jón að ríkisstjórnin hafi gert grundvallarbreytingar á skattkerfinu sem miða að því að skattar leggist frekar á þá sem eru betur í stakk búnir til þess að greiða þá, þ.e. hátekju- og stóreignafólk, hafi lagt á veiðigjald sem tryggi að þjóðin njóti sanngjarns hluta þess auðlindaarðs sem verður til í sjávarútvegi og fækkað ráðuneytum úr tólf í átta.
Efnahagsráðgjafi Geirs lofsamar verk Jóhönnu og Steingríms
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið


Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur
Viðskipti erlent

Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn
Viðskipti innlent

Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“
Viðskipti innlent

Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti
Viðskipti innlent

Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells
Viðskipti innlent

Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar
Viðskipti erlent

Forstjóraskipti hjá Ice-Group
Viðskipti innlent