Eitt elsta kaffihús landsins til sölu - Finni vill tilbreytingu VG skrifar 15. ágúst 2012 13:52 „Þetta er bara spurning um tilbreytingu, ég vil breyta til og halda mér ferskum," segir Guðfinnur Sölvi Karlsson, eða Finni eins og hann er að jafnaði kallaður, en hann hefur sett á sölu fjóra veitingastaði í sinni eigu og skyndibitabíl. Meðal veitingastaða sem eru til sölu er eitt elsta kaffihús Reykjavíkur, Prikið. Af öðrum stöðum sem Finni hefur sett á sölu eru veitingastaðirnir Frú Berglaug, Glaumbar, Gamla Gaukinn, áður Gaukur á stöng, auk þess sem hamborgarabíllinn Rokk Inn er einnig falur. Það er Fasteignamarkaðurinn sem sér um söluna en auglýsing birtist í fjölmiðlum í dag þar sem staðirnir voru auglýstir til sölu. Finni hefur rekið Prikið í tíu ár. Síðar opnaði hann kaffihúsið Frú Berglaug á Laugaveginum auk þess sem hann hefur starfrækt Glaumbar og Gaukinn síðustu ár. Það er því óhætt að segja að Finni sé umsvifamikill í veitingahúsabransanum í Reykjavík. Aðspurður hvað hann ætli að taka sér fyrir hendur, selji hann staðina, svarar Finni: „Það er ýmislegt í gangi hjá vitleysingum eins og mér." Finni bætir við að hann sé að leita að tilbreytingu auk þess sem fjölskylduhagur hafi breyst töluvert síðustu tíu ár. Sjálfum fannst Finna þó erfiðast að tilkynna fastakúnnum Priksins að hann væri að hyggja á nýjan vettvang í viðskiptum. „Það var smá sjokk út af þessu. Nokkrir fastakúnnar krefjast þess að ferlinu verði breytt í raunveruleikaþátt þannig þeir geti haft eitthvað um nýja eigendur að segja," segir Finni hlæjandi. Hann bætir þó við að það sé ekkert endanlega ákveðið í þessum efnum. Auglýsingin birtist fyrst í dag en Finni segist hafa fundið fyrir miklum áhuga. Spurður hver verðmiðinn sé svarar Finni hlæjandi: Nó komment. En það verður ekki skipt á húsi og kindum, það er alveg á hreinu." Áhugasamir geta haft samband við fasteignasalann Guðmund Th. Jónsson sem er með póstfangið gt@fastmark.is. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
„Þetta er bara spurning um tilbreytingu, ég vil breyta til og halda mér ferskum," segir Guðfinnur Sölvi Karlsson, eða Finni eins og hann er að jafnaði kallaður, en hann hefur sett á sölu fjóra veitingastaði í sinni eigu og skyndibitabíl. Meðal veitingastaða sem eru til sölu er eitt elsta kaffihús Reykjavíkur, Prikið. Af öðrum stöðum sem Finni hefur sett á sölu eru veitingastaðirnir Frú Berglaug, Glaumbar, Gamla Gaukinn, áður Gaukur á stöng, auk þess sem hamborgarabíllinn Rokk Inn er einnig falur. Það er Fasteignamarkaðurinn sem sér um söluna en auglýsing birtist í fjölmiðlum í dag þar sem staðirnir voru auglýstir til sölu. Finni hefur rekið Prikið í tíu ár. Síðar opnaði hann kaffihúsið Frú Berglaug á Laugaveginum auk þess sem hann hefur starfrækt Glaumbar og Gaukinn síðustu ár. Það er því óhætt að segja að Finni sé umsvifamikill í veitingahúsabransanum í Reykjavík. Aðspurður hvað hann ætli að taka sér fyrir hendur, selji hann staðina, svarar Finni: „Það er ýmislegt í gangi hjá vitleysingum eins og mér." Finni bætir við að hann sé að leita að tilbreytingu auk þess sem fjölskylduhagur hafi breyst töluvert síðustu tíu ár. Sjálfum fannst Finna þó erfiðast að tilkynna fastakúnnum Priksins að hann væri að hyggja á nýjan vettvang í viðskiptum. „Það var smá sjokk út af þessu. Nokkrir fastakúnnar krefjast þess að ferlinu verði breytt í raunveruleikaþátt þannig þeir geti haft eitthvað um nýja eigendur að segja," segir Finni hlæjandi. Hann bætir þó við að það sé ekkert endanlega ákveðið í þessum efnum. Auglýsingin birtist fyrst í dag en Finni segist hafa fundið fyrir miklum áhuga. Spurður hver verðmiðinn sé svarar Finni hlæjandi: Nó komment. En það verður ekki skipt á húsi og kindum, það er alveg á hreinu." Áhugasamir geta haft samband við fasteignasalann Guðmund Th. Jónsson sem er með póstfangið gt@fastmark.is.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira