Serena Williams varð í dag Ólympíumeistari í einliðaleik kvenna í tennis eftir auðveldan 2-0 sigur á rússnesku tennisdrottningunni Mariu Sharapovu í úrslitaleiknum.
Serena var með ótrúlega yfirburði í viðureigninni en hún vann fyrra settið 6-0 og það síðara 6-1. Hún bar höfuð og herðar yfir andstæðinga sína á mótinu en hún tapaði ekki einu setti í viðureignum sínum og því sigur hennar fyllilega verðskuldaður.
Þetta er í fyrsta sinn sem Serena vinnur Ólympíugull í einliðaleik kvenna en fyrir daginn í dag hafði hún einungis nælt sér í gullmedalíu í tvíliðaleik. Serena getur bætt við öðru gulli á leikunum en hún er komin í undanúrslit í tvíliðaleik þar sem hún leikur með systur sinni, Venus Williams.
Victoria Azerena frá Hvíta-Rússlandi vann til bronsverðlauna á leikunum en sú viðureign var haldin fyrr í dag.
Williams náði loksins í Ólympíugullið í einliðaleik
Stefán Hirst Friðriksson skrifar

Mest lesið


Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti

„Við viljum meira“
Fótbolti

Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“
Íslenski boltinn

KR í markmannsleit eftir meiðsli
Íslenski boltinn

Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni
Enski boltinn



