Ísland mætir Króatíu í lokuðum æfingaleik á fimmtudaginn en liðið mun halda utan til Lundúna í fyrramálið. Þetta staðfesti Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, við Vísi.
Ekki hefur verið ákveðið með hvaða fyrirkomulagi leikið verður, hvort spilað verði hefðbundnar 60 mínútur eða jafnvel skemur.
„Þetta verður innan þeirra æfingatíma sem við fáum úthlutað og við erum að vinna í því að skipuleggja þetta með nákvæmum hætti," sagði Einar en leikið verður á milli 10 og 12 á fimmtudagsmorgun.
Króatía er í sterkum B-riðli og mætir Suður-Kóreíu í fyrsta leik á sunnudaginn.
Ísland leikur æfingaleik við Króatíu á fimmtudag
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn

Markalaust á Villa Park
Enski boltinn


Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“
Enski boltinn


„Betra er seint en aldrei“
Enski boltinn

