Viðskipti innlent

Íslensku flugfélögin stundvís

Keflavíkurflugvöllur
Keflavíkurflugvöllur
Rúmlega níu af hverjum tíu brottförum frá Keflavíkurflugvelli héldu áætlun á fyrri hluta júlímánaðar og sömu sögu er að segja með komutíma sem standast nær alltaf áætlun. Þetta kemur fram á vefsíðunni Túristi.is en þar segir að Icelandair hafi farið tæplega 900 ferðir til og frá landinu á síðustu tveimur vikum og hafi 90 prósent af þeim verið á réttum tíma. Tafirnar í mínútum talið voru fáar, segir á síðunni. Iceland Express flaug tæplega 160 sinnum og hélt áætlun félagsins í 94 prósent tilvika. Þá flaug WOW air 80 sinnum til og frá landinu og héldu áætlun í 96 prósent tilvika.

Frétt Túrista.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×