Viðskipti innlent

Eignir tryggingarfélaga lækka

Heildareignir tryggingarfélaga námu rúmum 159 milljörðum kr. í lok maí og lækkuðu um 900 milljónir kr. milli mánaða.

Af einstökum liðum var mest lækkun á handbæru fé, sem lækkaði um 874 milljónir kr. og á skammtímaskuldum við innlenda aðila, sem lækkuðu um 921 milljónir kr.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir einnig að eigið fé nam 68,5 milljörðum kr. í lok maí og hækkaði um 509 milljónir kr. milli mánaða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×