Viðskipti innlent

Landsvirkjun selur meiri raforku á Bakka

BBI skrifar
Landsvirkjun mun selja dótturfélagi PPC SE raforku vegna kísilmálmverksmiðju sem mun rísa á Bakka við Húsavík. Landsvirkjun tilkynnti í dag um raforkusölusamninginn.

Kísilverksmiðjan verður með 32 þúsund tonna framleiðslugetu og mun taka til starfa í lok árs 2015. Hún mun þurfa 52 MW af afli eða 456 GWst af raforku á ári. Rafmagnið fyrir verksmiðjuna mun koma frá jarðhitavirkjunum á norðurlandi, ekki síst Þeistareykjum.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er ánægður að geta boðið PPC velkomið í stækkandi viðskiptavinahóp Landsvirkjunar og segir Kísilmálmframleiðslu eiga spennandi framtíðarmöguleika á Íslandi.

Aðeins vika er síðan Landsvirkjun gerði raforkusölusamning við GRM Endurvinnslu sem ætlar að endurvinna strauma og tindaefni fyrir álframleiðslu á Grundartanga. Þá eru aðeins tíu dagar síðan Landsvirkjun náði samkomulagi við Thorsil ehf. um langtímasamning um raforkukaup vegna kísilmálmverksmiðju á Bakka. Skrifað verður undir þann samning í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×