Umfjöllun: AG Kaupmannahöfn - Atlético Madrid 23-25 | Draumur AGK úti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. maí 2012 00:29 Draumur Íslendingaliðsins AG Kaupmannahöfn um sigur í Meistaradeild Evrópu í handknattleik urðu að engu í dag. Danska liðið beið lægri hlut 25-23 í æsispennandi undanúrslitaviðureign sinni gegn Atlético Madrid í Köln. Danska liðið hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik og komst mest fjórum mörkum yfir. Liðinu tókst að halda vel aftur af sóknarmönnum Atletico Madrid og höfðu þriggja marka forskot í hálfleik 15-12. Fátt benti til annars en að danska liðið myndi tryggja sér sætið eftirsóknarverða framan af leik í síðari hálfleik. Í stöðunni 16-19 fyrir AG tapaði liðið fínum takti sínum. Munaði þar miklu um þrjár brottvísanir á skömmum tíma en liðið var meðal annars tveimur leikmönnum færri um tíma. Spænska liðið gekk á lagið, skoraði þrjú mörk í röð og komst svo í fyrsta skipti yfir 22-21. AG gekk allt í óhag í sóknarleik sínum á þessum tímapunkti. Leikmenn virtust stressaðir og hættu að leysa inn og opna sendingarmöguleika fyrir samherja sína. Af þeim sökum tapaðist boltinn ítrekað eftir misheppnaðar sendingar eða þá leikmenn stukku í loft, fundu engan möguleika,lentu og fengu dæmd á sig skref. Í stöðunni 24-21 fyrir Atletico og sjö mínútur til leiksloka virtust öll sund lokuð. Kasper Hvidt datt hins vegar í gang og Mikkel Hansen minnkaði muninn í 24-23. Þá gerðist umdeilt atvik. Atletico tapaði boltanum í sókninni og Guðjón Valur Sigurðsson brunaði í hraðaupphlaup. Staðan jöfn 24-24 töldu flestir en í ljós kom að sóp hafði verið dæmt á Guðjón Val á leið hans upp völlinn. Engu að síður fékk AG eitt tækifæri til viðbótar til að jafna. Þá reyndi maður stóru leikjanna, Ólafur Stefánsson, að prjóna sig í gegnum vörn Atlético en fékk dæmdan á sig ruðning. Vafasamur dómur í ljósi þess að varnarmaðurinn var ekki búinn að taka sér stöðu heldur varðist Ólafi og lét sig falla. Joan Canellas reyndist hetja Atlético þegar hann lyfti sér upp hálfri mínútu fyrir leikslok og kom spænska liðinu í 25-23. Svekkjandi úrslit fyrir AG Kaupmannahöfn sem ætlaði sér stóra hluti í keppninni. Þrátt fyrir að leikmenn og stuðningsmenn liðsins finnst vafalítið á sér brotið verður að hafa í huga að nokkrir leikmenn liðsins voru fjarri sínu besta í leiknum. Ólafur Stefánsson átti bæði frábæra kafla í leiknum. Hann skoraði fimm mörk, lék samherja sína á tíðum vel uppi en tapaði boltanum ennfremur klaufalega í sókninni þegar mikið lá við. Snorri Steinn Guðjónsson komst ekki á blað og Arnór Atlason skoraði aðeins eitt mark. Þeir skiptust á að leysa af leikstjórnanda hlutverkið í leiknum. Kasper Hvidt var besti maður AG í leiknum, varði 17 skot. Þá nýtti Guðjón Valur færi sín vel, skoraði þó aðeins þrjú mörk. Hann gerði þó mögulega afdrifarík mistök á ögurstundu seint í leiknum. Liðsmenn Atlético sem áttu fæstir stjörnuleik. Kiril Lazarov skoraði ellefu mörk, þar af fimm úr vítum. Honum til mikils hróss rötuðu öll víti hans í markinu. Þá átti Arpad Sterbik frábæra endurkomu í markið í síðari hálfleik. Það er því ljóst að Atletico Madrid mætir Kiel í úrslitum Meistaradeildarinnar á morgun. AG Kaupmannahöfn leikur gegn Füchse Berlin um þriðja sætið. Viðtöl frá Eiríki Stefáni Ásgeirssyni, blaðamanni Vísis sem staddur er í Köln, koma inn síðar í kvöld. Tengdar fréttir Umfjöllun: Füchse Berlin - Kiel 24-25 | Hetjuleg barátta Berlínarliðsins ekki nóg Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel tryggðu sér í dag sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir 25-24 sigur á Füchse Berlín í undanúrslitum. 26. maí 2012 00:21 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira
Draumur Íslendingaliðsins AG Kaupmannahöfn um sigur í Meistaradeild Evrópu í handknattleik urðu að engu í dag. Danska liðið beið lægri hlut 25-23 í æsispennandi undanúrslitaviðureign sinni gegn Atlético Madrid í Köln. Danska liðið hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik og komst mest fjórum mörkum yfir. Liðinu tókst að halda vel aftur af sóknarmönnum Atletico Madrid og höfðu þriggja marka forskot í hálfleik 15-12. Fátt benti til annars en að danska liðið myndi tryggja sér sætið eftirsóknarverða framan af leik í síðari hálfleik. Í stöðunni 16-19 fyrir AG tapaði liðið fínum takti sínum. Munaði þar miklu um þrjár brottvísanir á skömmum tíma en liðið var meðal annars tveimur leikmönnum færri um tíma. Spænska liðið gekk á lagið, skoraði þrjú mörk í röð og komst svo í fyrsta skipti yfir 22-21. AG gekk allt í óhag í sóknarleik sínum á þessum tímapunkti. Leikmenn virtust stressaðir og hættu að leysa inn og opna sendingarmöguleika fyrir samherja sína. Af þeim sökum tapaðist boltinn ítrekað eftir misheppnaðar sendingar eða þá leikmenn stukku í loft, fundu engan möguleika,lentu og fengu dæmd á sig skref. Í stöðunni 24-21 fyrir Atletico og sjö mínútur til leiksloka virtust öll sund lokuð. Kasper Hvidt datt hins vegar í gang og Mikkel Hansen minnkaði muninn í 24-23. Þá gerðist umdeilt atvik. Atletico tapaði boltanum í sókninni og Guðjón Valur Sigurðsson brunaði í hraðaupphlaup. Staðan jöfn 24-24 töldu flestir en í ljós kom að sóp hafði verið dæmt á Guðjón Val á leið hans upp völlinn. Engu að síður fékk AG eitt tækifæri til viðbótar til að jafna. Þá reyndi maður stóru leikjanna, Ólafur Stefánsson, að prjóna sig í gegnum vörn Atlético en fékk dæmdan á sig ruðning. Vafasamur dómur í ljósi þess að varnarmaðurinn var ekki búinn að taka sér stöðu heldur varðist Ólafi og lét sig falla. Joan Canellas reyndist hetja Atlético þegar hann lyfti sér upp hálfri mínútu fyrir leikslok og kom spænska liðinu í 25-23. Svekkjandi úrslit fyrir AG Kaupmannahöfn sem ætlaði sér stóra hluti í keppninni. Þrátt fyrir að leikmenn og stuðningsmenn liðsins finnst vafalítið á sér brotið verður að hafa í huga að nokkrir leikmenn liðsins voru fjarri sínu besta í leiknum. Ólafur Stefánsson átti bæði frábæra kafla í leiknum. Hann skoraði fimm mörk, lék samherja sína á tíðum vel uppi en tapaði boltanum ennfremur klaufalega í sókninni þegar mikið lá við. Snorri Steinn Guðjónsson komst ekki á blað og Arnór Atlason skoraði aðeins eitt mark. Þeir skiptust á að leysa af leikstjórnanda hlutverkið í leiknum. Kasper Hvidt var besti maður AG í leiknum, varði 17 skot. Þá nýtti Guðjón Valur færi sín vel, skoraði þó aðeins þrjú mörk. Hann gerði þó mögulega afdrifarík mistök á ögurstundu seint í leiknum. Liðsmenn Atlético sem áttu fæstir stjörnuleik. Kiril Lazarov skoraði ellefu mörk, þar af fimm úr vítum. Honum til mikils hróss rötuðu öll víti hans í markinu. Þá átti Arpad Sterbik frábæra endurkomu í markið í síðari hálfleik. Það er því ljóst að Atletico Madrid mætir Kiel í úrslitum Meistaradeildarinnar á morgun. AG Kaupmannahöfn leikur gegn Füchse Berlin um þriðja sætið. Viðtöl frá Eiríki Stefáni Ásgeirssyni, blaðamanni Vísis sem staddur er í Köln, koma inn síðar í kvöld.
Tengdar fréttir Umfjöllun: Füchse Berlin - Kiel 24-25 | Hetjuleg barátta Berlínarliðsins ekki nóg Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel tryggðu sér í dag sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir 25-24 sigur á Füchse Berlín í undanúrslitum. 26. maí 2012 00:21 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira
Umfjöllun: Füchse Berlin - Kiel 24-25 | Hetjuleg barátta Berlínarliðsins ekki nóg Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel tryggðu sér í dag sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir 25-24 sigur á Füchse Berlín í undanúrslitum. 26. maí 2012 00:21