Umfjöllun: AG Kaupmannahöfn - Atlético Madrid 23-25 | Draumur AGK úti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. maí 2012 00:29 Draumur Íslendingaliðsins AG Kaupmannahöfn um sigur í Meistaradeild Evrópu í handknattleik urðu að engu í dag. Danska liðið beið lægri hlut 25-23 í æsispennandi undanúrslitaviðureign sinni gegn Atlético Madrid í Köln. Danska liðið hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik og komst mest fjórum mörkum yfir. Liðinu tókst að halda vel aftur af sóknarmönnum Atletico Madrid og höfðu þriggja marka forskot í hálfleik 15-12. Fátt benti til annars en að danska liðið myndi tryggja sér sætið eftirsóknarverða framan af leik í síðari hálfleik. Í stöðunni 16-19 fyrir AG tapaði liðið fínum takti sínum. Munaði þar miklu um þrjár brottvísanir á skömmum tíma en liðið var meðal annars tveimur leikmönnum færri um tíma. Spænska liðið gekk á lagið, skoraði þrjú mörk í röð og komst svo í fyrsta skipti yfir 22-21. AG gekk allt í óhag í sóknarleik sínum á þessum tímapunkti. Leikmenn virtust stressaðir og hættu að leysa inn og opna sendingarmöguleika fyrir samherja sína. Af þeim sökum tapaðist boltinn ítrekað eftir misheppnaðar sendingar eða þá leikmenn stukku í loft, fundu engan möguleika,lentu og fengu dæmd á sig skref. Í stöðunni 24-21 fyrir Atletico og sjö mínútur til leiksloka virtust öll sund lokuð. Kasper Hvidt datt hins vegar í gang og Mikkel Hansen minnkaði muninn í 24-23. Þá gerðist umdeilt atvik. Atletico tapaði boltanum í sókninni og Guðjón Valur Sigurðsson brunaði í hraðaupphlaup. Staðan jöfn 24-24 töldu flestir en í ljós kom að sóp hafði verið dæmt á Guðjón Val á leið hans upp völlinn. Engu að síður fékk AG eitt tækifæri til viðbótar til að jafna. Þá reyndi maður stóru leikjanna, Ólafur Stefánsson, að prjóna sig í gegnum vörn Atlético en fékk dæmdan á sig ruðning. Vafasamur dómur í ljósi þess að varnarmaðurinn var ekki búinn að taka sér stöðu heldur varðist Ólafi og lét sig falla. Joan Canellas reyndist hetja Atlético þegar hann lyfti sér upp hálfri mínútu fyrir leikslok og kom spænska liðinu í 25-23. Svekkjandi úrslit fyrir AG Kaupmannahöfn sem ætlaði sér stóra hluti í keppninni. Þrátt fyrir að leikmenn og stuðningsmenn liðsins finnst vafalítið á sér brotið verður að hafa í huga að nokkrir leikmenn liðsins voru fjarri sínu besta í leiknum. Ólafur Stefánsson átti bæði frábæra kafla í leiknum. Hann skoraði fimm mörk, lék samherja sína á tíðum vel uppi en tapaði boltanum ennfremur klaufalega í sókninni þegar mikið lá við. Snorri Steinn Guðjónsson komst ekki á blað og Arnór Atlason skoraði aðeins eitt mark. Þeir skiptust á að leysa af leikstjórnanda hlutverkið í leiknum. Kasper Hvidt var besti maður AG í leiknum, varði 17 skot. Þá nýtti Guðjón Valur færi sín vel, skoraði þó aðeins þrjú mörk. Hann gerði þó mögulega afdrifarík mistök á ögurstundu seint í leiknum. Liðsmenn Atlético sem áttu fæstir stjörnuleik. Kiril Lazarov skoraði ellefu mörk, þar af fimm úr vítum. Honum til mikils hróss rötuðu öll víti hans í markinu. Þá átti Arpad Sterbik frábæra endurkomu í markið í síðari hálfleik. Það er því ljóst að Atletico Madrid mætir Kiel í úrslitum Meistaradeildarinnar á morgun. AG Kaupmannahöfn leikur gegn Füchse Berlin um þriðja sætið. Viðtöl frá Eiríki Stefáni Ásgeirssyni, blaðamanni Vísis sem staddur er í Köln, koma inn síðar í kvöld. Tengdar fréttir Umfjöllun: Füchse Berlin - Kiel 24-25 | Hetjuleg barátta Berlínarliðsins ekki nóg Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel tryggðu sér í dag sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir 25-24 sigur á Füchse Berlín í undanúrslitum. 26. maí 2012 00:21 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Sjá meira
Draumur Íslendingaliðsins AG Kaupmannahöfn um sigur í Meistaradeild Evrópu í handknattleik urðu að engu í dag. Danska liðið beið lægri hlut 25-23 í æsispennandi undanúrslitaviðureign sinni gegn Atlético Madrid í Köln. Danska liðið hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik og komst mest fjórum mörkum yfir. Liðinu tókst að halda vel aftur af sóknarmönnum Atletico Madrid og höfðu þriggja marka forskot í hálfleik 15-12. Fátt benti til annars en að danska liðið myndi tryggja sér sætið eftirsóknarverða framan af leik í síðari hálfleik. Í stöðunni 16-19 fyrir AG tapaði liðið fínum takti sínum. Munaði þar miklu um þrjár brottvísanir á skömmum tíma en liðið var meðal annars tveimur leikmönnum færri um tíma. Spænska liðið gekk á lagið, skoraði þrjú mörk í röð og komst svo í fyrsta skipti yfir 22-21. AG gekk allt í óhag í sóknarleik sínum á þessum tímapunkti. Leikmenn virtust stressaðir og hættu að leysa inn og opna sendingarmöguleika fyrir samherja sína. Af þeim sökum tapaðist boltinn ítrekað eftir misheppnaðar sendingar eða þá leikmenn stukku í loft, fundu engan möguleika,lentu og fengu dæmd á sig skref. Í stöðunni 24-21 fyrir Atletico og sjö mínútur til leiksloka virtust öll sund lokuð. Kasper Hvidt datt hins vegar í gang og Mikkel Hansen minnkaði muninn í 24-23. Þá gerðist umdeilt atvik. Atletico tapaði boltanum í sókninni og Guðjón Valur Sigurðsson brunaði í hraðaupphlaup. Staðan jöfn 24-24 töldu flestir en í ljós kom að sóp hafði verið dæmt á Guðjón Val á leið hans upp völlinn. Engu að síður fékk AG eitt tækifæri til viðbótar til að jafna. Þá reyndi maður stóru leikjanna, Ólafur Stefánsson, að prjóna sig í gegnum vörn Atlético en fékk dæmdan á sig ruðning. Vafasamur dómur í ljósi þess að varnarmaðurinn var ekki búinn að taka sér stöðu heldur varðist Ólafi og lét sig falla. Joan Canellas reyndist hetja Atlético þegar hann lyfti sér upp hálfri mínútu fyrir leikslok og kom spænska liðinu í 25-23. Svekkjandi úrslit fyrir AG Kaupmannahöfn sem ætlaði sér stóra hluti í keppninni. Þrátt fyrir að leikmenn og stuðningsmenn liðsins finnst vafalítið á sér brotið verður að hafa í huga að nokkrir leikmenn liðsins voru fjarri sínu besta í leiknum. Ólafur Stefánsson átti bæði frábæra kafla í leiknum. Hann skoraði fimm mörk, lék samherja sína á tíðum vel uppi en tapaði boltanum ennfremur klaufalega í sókninni þegar mikið lá við. Snorri Steinn Guðjónsson komst ekki á blað og Arnór Atlason skoraði aðeins eitt mark. Þeir skiptust á að leysa af leikstjórnanda hlutverkið í leiknum. Kasper Hvidt var besti maður AG í leiknum, varði 17 skot. Þá nýtti Guðjón Valur færi sín vel, skoraði þó aðeins þrjú mörk. Hann gerði þó mögulega afdrifarík mistök á ögurstundu seint í leiknum. Liðsmenn Atlético sem áttu fæstir stjörnuleik. Kiril Lazarov skoraði ellefu mörk, þar af fimm úr vítum. Honum til mikils hróss rötuðu öll víti hans í markinu. Þá átti Arpad Sterbik frábæra endurkomu í markið í síðari hálfleik. Það er því ljóst að Atletico Madrid mætir Kiel í úrslitum Meistaradeildarinnar á morgun. AG Kaupmannahöfn leikur gegn Füchse Berlin um þriðja sætið. Viðtöl frá Eiríki Stefáni Ásgeirssyni, blaðamanni Vísis sem staddur er í Köln, koma inn síðar í kvöld.
Tengdar fréttir Umfjöllun: Füchse Berlin - Kiel 24-25 | Hetjuleg barátta Berlínarliðsins ekki nóg Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel tryggðu sér í dag sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir 25-24 sigur á Füchse Berlín í undanúrslitum. 26. maí 2012 00:21 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Sjá meira
Umfjöllun: Füchse Berlin - Kiel 24-25 | Hetjuleg barátta Berlínarliðsins ekki nóg Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel tryggðu sér í dag sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir 25-24 sigur á Füchse Berlín í undanúrslitum. 26. maí 2012 00:21