Telja að breytingar á virkjanaáætlun kosti 270 milljarða Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. maí 2012 16:05 Gísli Hauksson er framkvæmdastjóri GAMMA. mynd/ arnþór. Breytingar sem urðu á drögum að tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu með því að færa virkjanir í neðri hluta Þjórsár og Skrokkölduvirkjun í biðflokk, leiða til þess að fjárfestingar og afleidd áhrif verða um 270 milljörðum krónum minna á árunum 2012 - 2016 en áður var áætlað. Þetta er mat greiningarfyrirtækisins GAM management sem hefur skilað Alþingi umsögn vegna þingmálsins. Samkvæmt matinu munu fjárfestingar í orkuframleiðslu og flutningi dragast saman um 120 milljarða króna á árabilinu 2012-2016 og fjárfestingar í orkufrekum iðnaði og afleidd áhrif munu dragast saman um 150 milljarða króna. Samtals verður því fjárfesting og afleidd áhrif um 270 milljörðum króna minni en ella á umræddu tímabili. Uppsafnaður hagvöxtur verður 4-6% minni fyrir vikið og atvinnulífið verður af u.þ.b. 5.000 ársverkum á þessu fjögurra ára tímabili. GAMMA segir að þessar virkjanir séu í hópi hagkvæmari virkjanakosta á landinu. Miðað við það raforkuverð sem líklegt sé að iðnfyrirtæki væru tilbúinn að greiða á Suðvesturhorni landsins megi telja líklegt að arðgreiðslugeta Landsvirkjunar minnki verulega til lengri tíma litið með þeim breytingum sem gerðar eru á tillögu til þingsályktunar um áætlun og vernd og orkunýtingu landssvæða. Það mun síðan rýra hag ríkissjóðs sem eiganda Landsvirkjunar. Telja megi mikilvægt að nýta þann slaka sem enn sé í þjóðarbúskapnum og búast megi við að verði á árabilinu 2012-2015 til að ráðast í orkuframkvæmdir til að draga úr líkum á að óæskileg þensla skapist ef stórframkvæmdir eru á sama tíma og hagkerfið er við fulla framleiðslugetu. Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Breytingar sem urðu á drögum að tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu með því að færa virkjanir í neðri hluta Þjórsár og Skrokkölduvirkjun í biðflokk, leiða til þess að fjárfestingar og afleidd áhrif verða um 270 milljörðum krónum minna á árunum 2012 - 2016 en áður var áætlað. Þetta er mat greiningarfyrirtækisins GAM management sem hefur skilað Alþingi umsögn vegna þingmálsins. Samkvæmt matinu munu fjárfestingar í orkuframleiðslu og flutningi dragast saman um 120 milljarða króna á árabilinu 2012-2016 og fjárfestingar í orkufrekum iðnaði og afleidd áhrif munu dragast saman um 150 milljarða króna. Samtals verður því fjárfesting og afleidd áhrif um 270 milljörðum króna minni en ella á umræddu tímabili. Uppsafnaður hagvöxtur verður 4-6% minni fyrir vikið og atvinnulífið verður af u.þ.b. 5.000 ársverkum á þessu fjögurra ára tímabili. GAMMA segir að þessar virkjanir séu í hópi hagkvæmari virkjanakosta á landinu. Miðað við það raforkuverð sem líklegt sé að iðnfyrirtæki væru tilbúinn að greiða á Suðvesturhorni landsins megi telja líklegt að arðgreiðslugeta Landsvirkjunar minnki verulega til lengri tíma litið með þeim breytingum sem gerðar eru á tillögu til þingsályktunar um áætlun og vernd og orkunýtingu landssvæða. Það mun síðan rýra hag ríkissjóðs sem eiganda Landsvirkjunar. Telja megi mikilvægt að nýta þann slaka sem enn sé í þjóðarbúskapnum og búast megi við að verði á árabilinu 2012-2015 til að ráðast í orkuframkvæmdir til að draga úr líkum á að óæskileg þensla skapist ef stórframkvæmdir eru á sama tíma og hagkerfið er við fulla framleiðslugetu.
Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira