Keflvíkingar senda inn kæru vegna Fannars Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. apríl 2012 09:38 Fannar Freyr Helgason í leik með Stjörnunni. Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur ákveðið að senda inn kæru til aga- og úrskurðarnefndar KKÍ vegna olnbogaskots Fannars Freys Helgasonar, leikmanns Stjörnunnar, í leik liðanna á skírdag. Stjarnan vann leikinn og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. Fannar Freyr þótti gerast brotlegur eftir viðskipti sín við Val Orra Valsson, leikmann Keflavíkur. Stjórnin fordæmdi hegðun Fannars og hvatti Stjörnuna til að taka á málinu innan félagsins. Stjarnan brást við með því að taka fyrirliðabandið af Fannari en sagði brot hans engu að síður hafa verið óviljaverk. Birgir Már Bragason, varaformaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, sagði við Körfuna.is að þeim hafi Stjörnumönnum ekki taka málið nægilega föstum töku. „Annars vil ég sem minnst tjá mig um þetta mál að svo stöddu," bætti hann við. Í fyrri yfirlýsingu Keflvíkinga, sem birtist á heimasíðu félagsins á mánudaginn, segir meðal annars eftirfarandi: „Hart hefur verið sótt að Keflavík að kæra umrætt atvik enda virðist sem Körfuknattleikssamband Íslands hyggist ekkert aðhafast í málinu. Má jafnvel ganga svo langt að segja að með því að aðhafast ekki sé Körfuknattleikssamband Íslands að samþykkja þann fádæma fautaskap sem Fannar Helgason sýndi af sér í umræddum leik og tengist körfuboltaíþróttinni á engan hátt." Þessu var svo svarað af stjórn KKÍ með eftirfarandi yfirlýsingu, sem birtist á heimasíðu KKÍ: „Undanfarna daga hafa spunnist miklar umræður um atvik er átti sér stað í leik Stjörnunnar og Keflavíkur síðastliðinn fimmtudag. Forysta KKÍ fordæmir öll óheilindi og fólskubrögð innan sem utan vallar. Að saka KKÍ um að horfa framhjá fautaskap er einfaldlega rangt. Til upplýsinga þá hefur forysta KKÍ ekki lagt inn kærur vegna svona mála. Þess vegna er það undarlegt að lesa í yfirlýsingu KKD. Keflavíkur að KKÍ eigi að aðhafast sérstaklega í þessu tiltekna máli þegar það hefur hingað til verið á hendi félaganna/leikmanna sem telja á sér brotið, að leggja inn kærur ef ekki var tekið á meintu broti í viðkomandi leik. Það getur jú gerst að dómarar í kappleikjum sjái ekki öll atvik sem upp koma. Það eru skýrar reglur um aga og úrskurðarmál og eru mörg dæmi um að félög hafi lagt inn kærur til aga og úrskurðarnefndar við slíkar aðstæður. Það er hins vegar ekki dæmi þess að KKÍ hafi gert það og því ekki ástæða til að byrja á því í þessu tilfelli." Birgir segir í samtali við Körfuna.is að KKÍ beri að endurskoða stefnu sína í svona málum. „Ef það koma upp atvik í leik sem dómarar missa ef en eru til á myndbandsupptöku þá eigi KKÍ að grípa inní líkt og gerist í hinum stóra heimi. Jafnvel að setja á einhverja nefnd sem tæki á slíkum málum," sagði Birgir en frétt Körfunnar.is má lesa hér. Stjarnan tapaði fyrsta leik sínum gegn Grindavík í undanúrslitunum en liðin mætast aftur annað kvöld, þá í Ásgarði í Garðabæ. Dominos-deild karla Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira
Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur ákveðið að senda inn kæru til aga- og úrskurðarnefndar KKÍ vegna olnbogaskots Fannars Freys Helgasonar, leikmanns Stjörnunnar, í leik liðanna á skírdag. Stjarnan vann leikinn og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. Fannar Freyr þótti gerast brotlegur eftir viðskipti sín við Val Orra Valsson, leikmann Keflavíkur. Stjórnin fordæmdi hegðun Fannars og hvatti Stjörnuna til að taka á málinu innan félagsins. Stjarnan brást við með því að taka fyrirliðabandið af Fannari en sagði brot hans engu að síður hafa verið óviljaverk. Birgir Már Bragason, varaformaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, sagði við Körfuna.is að þeim hafi Stjörnumönnum ekki taka málið nægilega föstum töku. „Annars vil ég sem minnst tjá mig um þetta mál að svo stöddu," bætti hann við. Í fyrri yfirlýsingu Keflvíkinga, sem birtist á heimasíðu félagsins á mánudaginn, segir meðal annars eftirfarandi: „Hart hefur verið sótt að Keflavík að kæra umrætt atvik enda virðist sem Körfuknattleikssamband Íslands hyggist ekkert aðhafast í málinu. Má jafnvel ganga svo langt að segja að með því að aðhafast ekki sé Körfuknattleikssamband Íslands að samþykkja þann fádæma fautaskap sem Fannar Helgason sýndi af sér í umræddum leik og tengist körfuboltaíþróttinni á engan hátt." Þessu var svo svarað af stjórn KKÍ með eftirfarandi yfirlýsingu, sem birtist á heimasíðu KKÍ: „Undanfarna daga hafa spunnist miklar umræður um atvik er átti sér stað í leik Stjörnunnar og Keflavíkur síðastliðinn fimmtudag. Forysta KKÍ fordæmir öll óheilindi og fólskubrögð innan sem utan vallar. Að saka KKÍ um að horfa framhjá fautaskap er einfaldlega rangt. Til upplýsinga þá hefur forysta KKÍ ekki lagt inn kærur vegna svona mála. Þess vegna er það undarlegt að lesa í yfirlýsingu KKD. Keflavíkur að KKÍ eigi að aðhafast sérstaklega í þessu tiltekna máli þegar það hefur hingað til verið á hendi félaganna/leikmanna sem telja á sér brotið, að leggja inn kærur ef ekki var tekið á meintu broti í viðkomandi leik. Það getur jú gerst að dómarar í kappleikjum sjái ekki öll atvik sem upp koma. Það eru skýrar reglur um aga og úrskurðarmál og eru mörg dæmi um að félög hafi lagt inn kærur til aga og úrskurðarnefndar við slíkar aðstæður. Það er hins vegar ekki dæmi þess að KKÍ hafi gert það og því ekki ástæða til að byrja á því í þessu tilfelli." Birgir segir í samtali við Körfuna.is að KKÍ beri að endurskoða stefnu sína í svona málum. „Ef það koma upp atvik í leik sem dómarar missa ef en eru til á myndbandsupptöku þá eigi KKÍ að grípa inní líkt og gerist í hinum stóra heimi. Jafnvel að setja á einhverja nefnd sem tæki á slíkum málum," sagði Birgir en frétt Körfunnar.is má lesa hér. Stjarnan tapaði fyrsta leik sínum gegn Grindavík í undanúrslitunum en liðin mætast aftur annað kvöld, þá í Ásgarði í Garðabæ.
Dominos-deild karla Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira