Keflvíkingar senda inn kæru vegna Fannars Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. apríl 2012 09:38 Fannar Freyr Helgason í leik með Stjörnunni. Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur ákveðið að senda inn kæru til aga- og úrskurðarnefndar KKÍ vegna olnbogaskots Fannars Freys Helgasonar, leikmanns Stjörnunnar, í leik liðanna á skírdag. Stjarnan vann leikinn og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. Fannar Freyr þótti gerast brotlegur eftir viðskipti sín við Val Orra Valsson, leikmann Keflavíkur. Stjórnin fordæmdi hegðun Fannars og hvatti Stjörnuna til að taka á málinu innan félagsins. Stjarnan brást við með því að taka fyrirliðabandið af Fannari en sagði brot hans engu að síður hafa verið óviljaverk. Birgir Már Bragason, varaformaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, sagði við Körfuna.is að þeim hafi Stjörnumönnum ekki taka málið nægilega föstum töku. „Annars vil ég sem minnst tjá mig um þetta mál að svo stöddu," bætti hann við. Í fyrri yfirlýsingu Keflvíkinga, sem birtist á heimasíðu félagsins á mánudaginn, segir meðal annars eftirfarandi: „Hart hefur verið sótt að Keflavík að kæra umrætt atvik enda virðist sem Körfuknattleikssamband Íslands hyggist ekkert aðhafast í málinu. Má jafnvel ganga svo langt að segja að með því að aðhafast ekki sé Körfuknattleikssamband Íslands að samþykkja þann fádæma fautaskap sem Fannar Helgason sýndi af sér í umræddum leik og tengist körfuboltaíþróttinni á engan hátt." Þessu var svo svarað af stjórn KKÍ með eftirfarandi yfirlýsingu, sem birtist á heimasíðu KKÍ: „Undanfarna daga hafa spunnist miklar umræður um atvik er átti sér stað í leik Stjörnunnar og Keflavíkur síðastliðinn fimmtudag. Forysta KKÍ fordæmir öll óheilindi og fólskubrögð innan sem utan vallar. Að saka KKÍ um að horfa framhjá fautaskap er einfaldlega rangt. Til upplýsinga þá hefur forysta KKÍ ekki lagt inn kærur vegna svona mála. Þess vegna er það undarlegt að lesa í yfirlýsingu KKD. Keflavíkur að KKÍ eigi að aðhafast sérstaklega í þessu tiltekna máli þegar það hefur hingað til verið á hendi félaganna/leikmanna sem telja á sér brotið, að leggja inn kærur ef ekki var tekið á meintu broti í viðkomandi leik. Það getur jú gerst að dómarar í kappleikjum sjái ekki öll atvik sem upp koma. Það eru skýrar reglur um aga og úrskurðarmál og eru mörg dæmi um að félög hafi lagt inn kærur til aga og úrskurðarnefndar við slíkar aðstæður. Það er hins vegar ekki dæmi þess að KKÍ hafi gert það og því ekki ástæða til að byrja á því í þessu tilfelli." Birgir segir í samtali við Körfuna.is að KKÍ beri að endurskoða stefnu sína í svona málum. „Ef það koma upp atvik í leik sem dómarar missa ef en eru til á myndbandsupptöku þá eigi KKÍ að grípa inní líkt og gerist í hinum stóra heimi. Jafnvel að setja á einhverja nefnd sem tæki á slíkum málum," sagði Birgir en frétt Körfunnar.is má lesa hér. Stjarnan tapaði fyrsta leik sínum gegn Grindavík í undanúrslitunum en liðin mætast aftur annað kvöld, þá í Ásgarði í Garðabæ. Dominos-deild karla Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira
Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur ákveðið að senda inn kæru til aga- og úrskurðarnefndar KKÍ vegna olnbogaskots Fannars Freys Helgasonar, leikmanns Stjörnunnar, í leik liðanna á skírdag. Stjarnan vann leikinn og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. Fannar Freyr þótti gerast brotlegur eftir viðskipti sín við Val Orra Valsson, leikmann Keflavíkur. Stjórnin fordæmdi hegðun Fannars og hvatti Stjörnuna til að taka á málinu innan félagsins. Stjarnan brást við með því að taka fyrirliðabandið af Fannari en sagði brot hans engu að síður hafa verið óviljaverk. Birgir Már Bragason, varaformaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, sagði við Körfuna.is að þeim hafi Stjörnumönnum ekki taka málið nægilega föstum töku. „Annars vil ég sem minnst tjá mig um þetta mál að svo stöddu," bætti hann við. Í fyrri yfirlýsingu Keflvíkinga, sem birtist á heimasíðu félagsins á mánudaginn, segir meðal annars eftirfarandi: „Hart hefur verið sótt að Keflavík að kæra umrætt atvik enda virðist sem Körfuknattleikssamband Íslands hyggist ekkert aðhafast í málinu. Má jafnvel ganga svo langt að segja að með því að aðhafast ekki sé Körfuknattleikssamband Íslands að samþykkja þann fádæma fautaskap sem Fannar Helgason sýndi af sér í umræddum leik og tengist körfuboltaíþróttinni á engan hátt." Þessu var svo svarað af stjórn KKÍ með eftirfarandi yfirlýsingu, sem birtist á heimasíðu KKÍ: „Undanfarna daga hafa spunnist miklar umræður um atvik er átti sér stað í leik Stjörnunnar og Keflavíkur síðastliðinn fimmtudag. Forysta KKÍ fordæmir öll óheilindi og fólskubrögð innan sem utan vallar. Að saka KKÍ um að horfa framhjá fautaskap er einfaldlega rangt. Til upplýsinga þá hefur forysta KKÍ ekki lagt inn kærur vegna svona mála. Þess vegna er það undarlegt að lesa í yfirlýsingu KKD. Keflavíkur að KKÍ eigi að aðhafast sérstaklega í þessu tiltekna máli þegar það hefur hingað til verið á hendi félaganna/leikmanna sem telja á sér brotið, að leggja inn kærur ef ekki var tekið á meintu broti í viðkomandi leik. Það getur jú gerst að dómarar í kappleikjum sjái ekki öll atvik sem upp koma. Það eru skýrar reglur um aga og úrskurðarmál og eru mörg dæmi um að félög hafi lagt inn kærur til aga og úrskurðarnefndar við slíkar aðstæður. Það er hins vegar ekki dæmi þess að KKÍ hafi gert það og því ekki ástæða til að byrja á því í þessu tilfelli." Birgir segir í samtali við Körfuna.is að KKÍ beri að endurskoða stefnu sína í svona málum. „Ef það koma upp atvik í leik sem dómarar missa ef en eru til á myndbandsupptöku þá eigi KKÍ að grípa inní líkt og gerist í hinum stóra heimi. Jafnvel að setja á einhverja nefnd sem tæki á slíkum málum," sagði Birgir en frétt Körfunnar.is má lesa hér. Stjarnan tapaði fyrsta leik sínum gegn Grindavík í undanúrslitunum en liðin mætast aftur annað kvöld, þá í Ásgarði í Garðabæ.
Dominos-deild karla Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira