Handbolti

Tuttugu sigrar í röð hjá Kiel - Rhein-Neckar-Löwen vann líka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Tveir Íslendingaslagir til viðbótar leiks Füchse Berlin og SC Magdeburg fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Kiel vann Bergischer HC 34-21 og Rhein-Neckar-Löwen vann 35-27 sigur á TSV Hannover Burgdorf. Íslensku þjálfararnir, Dagur Sigurðsson, Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson, fögnuðu því allir sigri í kvöld.

Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Kiel sem vann auðveldan 13 marka sigur á útivelli á móti Bergischer HC, 34-21. Rúnar Kárason skoraði sex mörk fyrir Bergischer HC og var markahæstur í sínu liði. Momir Ilic skoraði mest fyrir Kiel eða 7 mörk þar af komu 5 þeirra út vítum. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar hafa nú unnið 20 fyrstu deildarleiki tímabilsins og eru með sjö stiga forskot á Füchse Berlin.

Róbert Gunnarsson skoraði 5 mörk þegar Rhein-Neckar-Löwen vann átta marka heimasigur á Hannover Burgdorf, 35-27. Hannes Jón Jónsson og Vignir Svavarsson skoruðu báðir fimm mörk fyrir Hannover Burgdorf og Ásgeir Örn Hallgrímsson var með fjögur mörk. Uwe Gensheimer skoraði 14 mörk fyrir Löwen í þessum leik.


Tengdar fréttir

Dagur: Romero hjálpaði okkur mikið

Það var létt yfir Degi Sigurðssyni, þjálfara Füchse Berlin, á blaðamannafundi eftir sigur sinna manna á Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur voru 24-20 og Dagur var ánægður með sína menn - sérstaklega spænska leikstjórnandann Iker Romero.

Dagur og refirnir frá Berlín gefa ekkert eftir

Vísir fékk stemninguna beint í æð í Max-Schmeling-höllinni í kvöld þar sem að heimamenn í Füchse Berlin unnu góðan sigur á grannliðinu Magdeburg, 24-20, í þýsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×