Vinnufélagar dómara Magnús Halldórsson skrifar 17. febrúar 2012 12:01 Hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, og Viðar Már Matthíasson lýstu sig vanhæfa til þess að dæma í máli Sigurðar Hreins Sigurðarsonar og Mariu Elviru Mendez Pinedo gegn Frjálsa fjárfestingabankanum í 15. febrúar sl. Dómurinn hefur sett fjármálakerfi landsins í uppnám, og gæti kallað á endurskoðun nokkur þúsund ákvarðana er varða gjaldþrot fyrirtækja og einstaklinga, auk annarra mála. Athyglisvert er að skoða ástæður þess, að Markús og Viðar töldu sig vanhæfa. Eiginkona Markúsar, Björg Thorarensen lagaprófessor, er samstarfsmaður Mariu. Markús taldi sig vanhæfan til þess að dæma í fyrrnefndu máli af þessum sökum, þ.e. vegna kunningsskaps við Mariu. Viðar Már vann með Mariu í lagadeildinni og taldi sig vanhæfan af þeim sökum, þ.e. vegna þess að þau þekktust í gegnum störf sín. Eiríkur Tómasson, fyrrverandi forseti lagadeildar og nú dómari í Hæstarétti, taldi sig ekki vanhæfan til þess að dæma í málinu, þrátt fyrir að hann hafi eins og Viðar Már og Björg, unnið með Mariu í háskólanum. Annar dómari í málinu, Benedikt Bogason, hefur einnig unnið með Mariu í háskólanum en hann taldi sig ekki vanhæfan. Sjö manna dómur klofnaði 4-3 í fyrrnefndu máli Sigurðar Hreins og Mariu. Eiríkur og Benedikt voru báðir í fjögurra manna meirihluta Hæstaréttar. Kannski hefði fjármálakerfið ekki komist í uppnám ef Eiríkur og Benedikt hefðu verið vanhæfir til þess að dæma í málinu út frá kunningsskap við Mariu. Þetta sýnir kannski helst hvað starf Hæstaréttardómara er krefjandi og áhrifamikið, og hvað það skiptir miklu máli að hæfisskilyrði dómara séu alltaf hafin yfir vafa, líka í málum fyrrverandi vinnufélaga þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun
Hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, og Viðar Már Matthíasson lýstu sig vanhæfa til þess að dæma í máli Sigurðar Hreins Sigurðarsonar og Mariu Elviru Mendez Pinedo gegn Frjálsa fjárfestingabankanum í 15. febrúar sl. Dómurinn hefur sett fjármálakerfi landsins í uppnám, og gæti kallað á endurskoðun nokkur þúsund ákvarðana er varða gjaldþrot fyrirtækja og einstaklinga, auk annarra mála. Athyglisvert er að skoða ástæður þess, að Markús og Viðar töldu sig vanhæfa. Eiginkona Markúsar, Björg Thorarensen lagaprófessor, er samstarfsmaður Mariu. Markús taldi sig vanhæfan til þess að dæma í fyrrnefndu máli af þessum sökum, þ.e. vegna kunningsskaps við Mariu. Viðar Már vann með Mariu í lagadeildinni og taldi sig vanhæfan af þeim sökum, þ.e. vegna þess að þau þekktust í gegnum störf sín. Eiríkur Tómasson, fyrrverandi forseti lagadeildar og nú dómari í Hæstarétti, taldi sig ekki vanhæfan til þess að dæma í málinu, þrátt fyrir að hann hafi eins og Viðar Már og Björg, unnið með Mariu í háskólanum. Annar dómari í málinu, Benedikt Bogason, hefur einnig unnið með Mariu í háskólanum en hann taldi sig ekki vanhæfan. Sjö manna dómur klofnaði 4-3 í fyrrnefndu máli Sigurðar Hreins og Mariu. Eiríkur og Benedikt voru báðir í fjögurra manna meirihluta Hæstaréttar. Kannski hefði fjármálakerfið ekki komist í uppnám ef Eiríkur og Benedikt hefðu verið vanhæfir til þess að dæma í málinu út frá kunningsskap við Mariu. Þetta sýnir kannski helst hvað starf Hæstaréttardómara er krefjandi og áhrifamikið, og hvað það skiptir miklu máli að hæfisskilyrði dómara séu alltaf hafin yfir vafa, líka í málum fyrrverandi vinnufélaga þeirra.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun