Viðskipti innlent

Staðfestu 80 milljóna sekt vegna verðsamráðs

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjölmörg fyrirtæki voru með samstilltar aðgerðir um verð.
Fjölmörg fyrirtæki voru með samstilltar aðgerðir um verð.
Langisjór, móðurfélag Síldar og fisks og Matfugls, þarf að greiða 80 milljóna króna sekt vegna ólögleg samráðs við Bónus um vöruverð. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Síld og fiskur og Matfugl, auk Sláturfélags Suðurlands, Reykjagarðs, Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, Norðlenska, Kjarnafæðis og Kjötbankans höfðu brotið af sér með tvíhliða samningum eða samstilltum aðgerðum í tengslum við smásöluverðlagningu á kjöti og unnum kjötvörum sem kjötvinnslurnar höfðu verðmerkt fyrir Bónus.

Þessi fyrirtæki óskuðu flest eftir því að ljúka málinu með sátt við Samkeppniseftirlitið. Síld og fiskur og Matfugl óskuðu aftur á móti eftir sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið en þær viðræður skiluðu ekki niðurstöðu. Þurfti Samkeppniseftirlitið því að taka afstöðu til aðgerða fyrirtækjanna í sérstakri ákvörðun og lagði 80 milljóna króna sekt á þau.

Fyrirtækin kærðu ákvörðunina til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála til að fá réttaráhrifunum frestað, en áfrýjunarnefndin staðfesti ákvörðunina.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×