Handbolti

Þórir og félagar komust upp fyrir Füchse Berlin

Þórir og félagar fóru upp um tvö sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni í dag.
Þórir og félagar fóru upp um tvö sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni í dag.
Lið Þóris Ólafssonar, Kielce, komst í annað sæti B-riðlis Meistaradeildarinnar með sigri á Bjerringbro/Silkeborg. Füchse Berlin tapaði á sama tíma gegn toppliði riðilsins, Atletico Madrid. Berlin er í fimmta sæti riðilsins en Bjerringbro stigalaust á botninum.

Lærisveinar Dags Sigurðssonar hjá Berlin stóðu lengstum í Madrid og voru einu marki undir í leikhléi, 13-12. Heimamenn á Spáni skrefi á undan allan síðari hálfleik og lönduðu sannfærandi sigri að lokum, 32-27.

Guðmundur Árni Ólafsson og félagar í Bjerringbro/Silkeborg sáu aldrei til sólar gegn Þóri Ólafssyni og félögum í Kielce.

Kielce yfir í hálfleik, 12-17, og var með öll tök á leiknum í síðari hálfleik og lönduðu öruggum sigri, 26-37.. Örvhentu Selfyssingarnir fengu frekar takmarkað að spila fyrir sín lið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×