Viðskipti innlent

Stefnir ríkinu vegna ásakana um peningaþvætti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Friðjón Þórðarson var handtekinn vegna rannsóknar málsins.
Friðjón Þórðarson var handtekinn vegna rannsóknar málsins.
Friðjón Þórðarson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfafyrirtækisins Virðingar, hefur stefnt íslenska ríkinu vegna meðferðar lögregluyfirvalda á sakamáli gegn honum. Stefnan verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.

Friðjón var handtekinn í nóvember 2008 vegna gruns um stófelld auðgunarbrot og brot á lögum um peningaþvætti. Krafist var gæsluvarðhalds yfir Friðjóni vegna málsins en dómari hafnaði kröfunni. Heiðar Ásberg Atlason hrl. hjá LOGOS lögmannsþjónustu, sem fer með málið fyrir hönd Friðjóns, segir að rannsókn lögreglunnar á máli Friðjóns hafi byggst á vankunnáttu og að rannsakendur hafi ekki skilið gjaldeyrisviðskipti. Þess vegna hafi rannsókn málsins dregist og það velkst í kerfinu í yfir tvö ár en síðar hafi það verið fellt niður án ákæru enda hafi ekkert refsivert athæfi átt sér stað.

Þá hefur Friðjón boðist til að fella niður málið gegn því að fá skriflega afsökunarbeiðni. Það skýrist á morgun hvort orðið verður við því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×