Handbolti

Vinnur AG fjórða titilinn í röð í danska handboltanum?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Heimasíða AG
AG Kaupmannahöfn mætir Aalborg Håndbold í bikarúrslitaleiknum í dag en Íslendingaliðið frá Kaupmannahöfn á þarna möguleika á því að vinna fjórða titilinn í röð í danska handboltanum.

AG-liðið vann tvöfalt á síðasta tímabili og vann síðan einnig meistarakeppnina í haust. Arnór Atlason og Snorri Steinn Guðjónsson hafa verið með í öllum titlinum þremur en Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson komu til liðsins fyrir þetta tímabil.

Aalborg Håndbold er á heimavelli því úrslitaleikurinn fer fram í troðfullri Gigantium-höll í Álaborg. Leikurinn hefst klukkan 15.00 að íslenskum tíma.

Þetta verður ekki auðveldur leikur fyrir AG enda vann Aalborg Håndbold fyrri leik liðanna með einu marki, 25-24, en sá leikur fór fram á heimavelli AG í október. Það er eina tap AG í heimalandinu á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×