Handbolti

Guðjón Valur: Vildi alltaf spila með Kiel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Guðjón Valur Sigurðsson segir að draumur hafi ræst með því að skrifa undir tveggja ára samning við Kiel. Félagið tilkynnti um samninginn í morgun.

„Ég hafði alltaf óskað mér þess að spila einn daginn með Kiel," sagði Guðjón Valur á heimasíðu félagsins. „Loksins gekk það eftir. Ég hlakka mikið til að koma til Kiel, spila í Sparkassen-Arena og fyrir stuðningsmennina."

Klaus Elwardt er framkvæmdarstjóri Kiel og sagði þetta góðar fréttir fyrir félagið. „Guðjón Valur er góður drengur og leikmaður í heimsklassa. Hann passar vel inn í okkar lið og leikskipulag þess."


Tengdar fréttir

Kiel staðfestir komu Guðjóns Vals

Guðjón Valur Sigurðsson hefur gert tveggja ára samning við þýska stórliðið Kiel en Klaus Elwardt, framkvæmdarstjóri félagsins, hefur staðfest komu hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×