Handbolti

Guðjón Valur hættir hjá AG Kaupmannahöfn í vor

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Mynd/Vilhelm
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins og besti vinstri hornamaðurinn á nýloknu Evrópumeistaramóti í Serbíu, mun bara spila eitt tímabil með danska liðinu AG Kaupmannahöfn. Morgunblaðið greindi frá þessu í dag.

Guðjón Valur er væntanlega á leiðinni til þýska stórliðsins Kiel og mun því spila á ný undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Guðjón valur er í viðræðum við þýska liðið. Guðjón Valur og Alfreð unnu áður saman hjá Gummersbach.

Það hefur lengi legið í loftinu að Guðjón Valur væri á leiðinni til Kiel en Guðjón Valur staðfesti það í viðtalinu við Morgunblaðið að hann væri að skoða möguleika sína og að hann væri búinn að vera í sambandi við forráðamenn Kiel.

Guðjón Valur heldur því áfram að fara í Íslendingalið en auk Alfreðs þá spilar Aron Pálmarsson með Kiel. Guðjón Valur leikur með þremur öðrum Íslendingum hjá AG Kaupmannahöfn og var einnig í Íslendinganýlendu hjá Rhein-Neckar Löwen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×