Onesta: Kemur í ljós á Ólympíuleikunum hvort velgengnin sé á enda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2012 10:30 Onesta hefur náð mögnuðum árangri með franska landsliðið undanfarin ár. Nordic Photos / Getty Images Claude Onesta, þjálfari franska landsliðsins í handknattleik, var ósáttur við frammistöðu sinna manna í 29-22 tapi gegn Króötum í gær. Onesta sagði liðið eiga í erfiðleikum en það kæmi ekki í ljós fyrr en á Ólympíuleikunum í London í sumar hvort velgengni gullaldarliðs Frakka væri á enda. Frakkar héldu í við Króata fram í seinni hálfleik í gær en þá skildu leiðir. "Í 45 mínútur sáum við frábæran handboltaleik tveggja liða. Í 60 mínútur sáum við frábært króatsíkt lið. Þeir verðskulduðu sigurinn og eins og þeir spiluðu í dag sé ég ekkert lið stöðva þá. Við erum ekki að spila eins og við getum best í augnablikinu. Það kemur í ljós á Ólympíuleikunum hvort komið sé að endalokum hjá þessari kynslóð," sagði Onesta en franska liðið hefur verið því sem næst ósigrandi undanfarin ár.Omeyer: Misstum sjálfstraustið Thierry Omeyer, markvörður Frakka, var sömuleiðis vonsvikinn með að Frakkar hefðu misst af sæti í undanúrslitum. Frakkar höfðu komist í undanúrslit á öllum stórmótum í handknattleik síðan á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. "Við höfum ekki náð okkur á strik allt frá upphafi keppninnar. Við töpuðum leikjunum gegn Spáni og Ungverjum með fáum mörkum þrátt fyrir að spila illa. Við töpuðum ekki aðeins stigum í þessum leikjum heldur einnig sjálfstraustinu. Það gerði okkur erfitt fyrir í framhaldinu," sagði markvörðurinn magnaði.Fernandez: Einstakur árangur undanfarin ár Fyrirliði Frakka, Jerome Fernandez, sagði að öll velgengni tæki enda einhvern daginn. "Sigurganga endar á einhverjum tímapunkti. Það er sorglegt og erfitt að sætta sig við. En erfiðleikarnir sem við höfum staðið frammi fyrir á Evrópumótinu sýna einfaldlega hversu einstakur árangur okkar undanfarin fjögur ár er," sagði Fernandez. Íslendingar mæta Frökkum í lokaumferð milliriðilsins í dag og hefst leikurinn klukkan 15:10. Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Sjá meira
Claude Onesta, þjálfari franska landsliðsins í handknattleik, var ósáttur við frammistöðu sinna manna í 29-22 tapi gegn Króötum í gær. Onesta sagði liðið eiga í erfiðleikum en það kæmi ekki í ljós fyrr en á Ólympíuleikunum í London í sumar hvort velgengni gullaldarliðs Frakka væri á enda. Frakkar héldu í við Króata fram í seinni hálfleik í gær en þá skildu leiðir. "Í 45 mínútur sáum við frábæran handboltaleik tveggja liða. Í 60 mínútur sáum við frábært króatsíkt lið. Þeir verðskulduðu sigurinn og eins og þeir spiluðu í dag sé ég ekkert lið stöðva þá. Við erum ekki að spila eins og við getum best í augnablikinu. Það kemur í ljós á Ólympíuleikunum hvort komið sé að endalokum hjá þessari kynslóð," sagði Onesta en franska liðið hefur verið því sem næst ósigrandi undanfarin ár.Omeyer: Misstum sjálfstraustið Thierry Omeyer, markvörður Frakka, var sömuleiðis vonsvikinn með að Frakkar hefðu misst af sæti í undanúrslitum. Frakkar höfðu komist í undanúrslit á öllum stórmótum í handknattleik síðan á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. "Við höfum ekki náð okkur á strik allt frá upphafi keppninnar. Við töpuðum leikjunum gegn Spáni og Ungverjum með fáum mörkum þrátt fyrir að spila illa. Við töpuðum ekki aðeins stigum í þessum leikjum heldur einnig sjálfstraustinu. Það gerði okkur erfitt fyrir í framhaldinu," sagði markvörðurinn magnaði.Fernandez: Einstakur árangur undanfarin ár Fyrirliði Frakka, Jerome Fernandez, sagði að öll velgengni tæki enda einhvern daginn. "Sigurganga endar á einhverjum tímapunkti. Það er sorglegt og erfitt að sætta sig við. En erfiðleikarnir sem við höfum staðið frammi fyrir á Evrópumótinu sýna einfaldlega hversu einstakur árangur okkar undanfarin fjögur ár er," sagði Fernandez. Íslendingar mæta Frökkum í lokaumferð milliriðilsins í dag og hefst leikurinn klukkan 15:10.
Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Sjá meira