Handbolti

Kári: Frakkarnir voru ekki á neinu yfirvinnukaupi

Henry Birgir Gunnarsson í Novi Sad skrifar
Kári hefur staðið sig vel í Serbíu.
Kári hefur staðið sig vel í Serbíu. mynd/vilhelm
"Það hefði verið fínt að vinna þetta. Jafntefli á móti Frökkum. Er það ekki bara seigt? Það hefði samt gefið okkur mikið að hafa unnið Frakka," sagði línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson eftir jafnteflið gegn Frökkum í dag.

Frakkarnir virkuðu ekkert allt of áhugasamir í fyrri hálfleik en þá náði íslenska liðið mest sex marka forskoti.

"Þeir voru allavega ekki á neinu yfirvinnukaupi þá. Við komumst í fína stöðu sem við síðan missum niður. Leikurinn var frekar rólegur og ég held að allir gangi nokkuð sáttir frá borði," sagði Kári sem var nokkuð ánægður með mótið.

"Það er margt jákvætt. Nýir leikmenn að koma inn og maður fær að taka sín skítaskot. Þannig læra menn og ég held að þetta hafi verið ágætt mót."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×