Handbolti

Ísland endaði í tíunda sæti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Millriðlakeppninni á Evrópumeistaramótinu í handbolta er nú lokið og liggur fyrir að Ísland endaði í tíunda sæti mótsins.

Ísland endaði í fimmta sæti milliriðils 2 með þrjú stig. Þar sem Pólland, sem varð í fimmta sæti milliriðils 1, fékk fleiri stig en Ísland endar liðið í níunda sæti en Ísland því tíunda.

Makedónía og Slóvenía lentu í þriðja sæti sinna milliriðla og spila því um 5.-6. sætið.

Serbía mætir Króatíu í undanúrslitum annars vegar og Spánn leikur við Danmörku hins vegar. Allir þessir leikir fara fram á föstudaginn.

Ekki er spilað upp á sæti 7-12 og því liggur niðurröðunin fyrir.

7. sæti: Þýskaland

8. sæti: Ungverjaland

9. sæti: Pólland

10. sæti: Ísland

11. sæti: Frakkland

12. sæti: Svíþjóð

Í 13.-16. sæti lentu þau lið sem ekki komust áfram upp úr milliriðlakeppninni.

13. sæti: Noregur

14. sæti: Tékkland

15. sæti: Rússland

16. sæti: Slóvakía




Fleiri fréttir

Sjá meira


×