Handbolti

Fimm þúsund lögregluþjónar á leik Serbíu og Króatíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Serbneskir lögregluþjónar við störf á EM.
Serbneskir lögregluþjónar við störf á EM. Mynd/Vilhelm
Það verður gríðarlega ströng öryggisgæsla á undanúrslitaleik Serbíu og Króatíu á EM í handbolta. Meira en fimm þúsund lögreglumenn verða við störf vegna leiksins.

Búist er við troðfullri höll í Belgrad og fjölda stuðningsmanna þar að auki sem ekki eiga miða á leikinn, bæði frá Serbíu og Króatíu. Tæp 20 ár eru síðan að Balkanskagastríðinu lauk en ljóst er að mótshaldarar ætla ekki að taka neinar áhættu.

Mikil öryggisgæsla hefur verið á leikjum þessara liða hingað til og ljóst að spennan mun ná hámarki þegar þær svo mætast innbyrðis í jafn mikilvægum leik.

Samkvæmt fregnum frá Króatíu hafa ferðaskrifstofur og handboltafélög sem höfðu skipulagt ferðir á leiki sinna manna um úrslitahelgina hætt við af ótta við að upp úr sjóði á milli stuðingsmanna vegna leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×