Danir komnir í úrslitaleikinn á EM - unnu Spánverja 25-24 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2012 16:15 Nordic Photos / AFP Danir eru komnir í úrslitaleik á öðru stórmótinu í röð eftir eins marks sigur á Spánverjum, 25-24, í fyrri undanúrslitaleiknum á Evrópumótinu í Serbíu. Danir töpuðu fyrir Frökkum í úrslitaleiknum á HM í Svíþjóð í fyrra en mæta annaðhvort Serbum eða Króötum í úrslitleiknum á sunnudaginn. Mikkel Hansen skoraði sigurmark Dana 50 sekúndum fyrir leikslok en hann var með 4 mörk og fjölda stoðsendinga í leiknum. Rasmus Lauge Schmidt skoraði 6 mörk fyrir Dani og Rene Toft Hansen var með 4 mörk. Niklas Landin var líka öflugur í danska markinu en mótshaldarar voru sparir á vörðu skotin. Julen Aguinagalde var markhæstur hjá Spánverjum með 5 mörk. Spánverjar byrjuðu vel og virtust vera að stinga af í upphafi leiks. Þeir voru 7-3 yfir þegar fjórtán mínútur voru liðnar og þetta leit ekki vel út fyrir danska liðið. Danirnir hrukku hinsvegar í gang í seinni hluta hálfleiksins. Danir skoruðu fyrst þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í 7-6 og náðu svo tveggja marka forskoti í hálfleik, 12-10, með því að skora fjögur síðustu mörk hálfleiksins. Mikkel Hansen endaði hálfleikinn á því að skora beint úr aukakasti. Danirnir unnu síðan fyrstu átta mínútur seinni hálfleiksins 5-2 og voru fyrir vikið komnir með fimm marka forskot, 17-12. Spænska liðið vann sig í gegnum þetta mótlæti og tókst að jafna metin í 19-19 á tæplega tólf mínútum. Spánverjum tókst hinsvegar ekki að komast yfir og Danir náðu síðan aftur þriggja marka forskoti, 22-19, þegar tæplega níu mínútur voru til leiksloka. Spánverjar náðu öðrum góðum kafla og jöfnuðu metin í 23-23 þegar þrjár og hálf mínúta var eftir. Staðan var síðan 24-24 þegar 75 sekúndur voru til leiksloka og Danir voru með boltann. Mikkel Hansen kom Dönum í 25-24 þegar 50 sekúndur voru eftir og Spánverjar skutu framhjá í næstu sókn. Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis. Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Danir eru komnir í úrslitaleik á öðru stórmótinu í röð eftir eins marks sigur á Spánverjum, 25-24, í fyrri undanúrslitaleiknum á Evrópumótinu í Serbíu. Danir töpuðu fyrir Frökkum í úrslitaleiknum á HM í Svíþjóð í fyrra en mæta annaðhvort Serbum eða Króötum í úrslitleiknum á sunnudaginn. Mikkel Hansen skoraði sigurmark Dana 50 sekúndum fyrir leikslok en hann var með 4 mörk og fjölda stoðsendinga í leiknum. Rasmus Lauge Schmidt skoraði 6 mörk fyrir Dani og Rene Toft Hansen var með 4 mörk. Niklas Landin var líka öflugur í danska markinu en mótshaldarar voru sparir á vörðu skotin. Julen Aguinagalde var markhæstur hjá Spánverjum með 5 mörk. Spánverjar byrjuðu vel og virtust vera að stinga af í upphafi leiks. Þeir voru 7-3 yfir þegar fjórtán mínútur voru liðnar og þetta leit ekki vel út fyrir danska liðið. Danirnir hrukku hinsvegar í gang í seinni hluta hálfleiksins. Danir skoruðu fyrst þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í 7-6 og náðu svo tveggja marka forskoti í hálfleik, 12-10, með því að skora fjögur síðustu mörk hálfleiksins. Mikkel Hansen endaði hálfleikinn á því að skora beint úr aukakasti. Danirnir unnu síðan fyrstu átta mínútur seinni hálfleiksins 5-2 og voru fyrir vikið komnir með fimm marka forskot, 17-12. Spænska liðið vann sig í gegnum þetta mótlæti og tókst að jafna metin í 19-19 á tæplega tólf mínútum. Spánverjum tókst hinsvegar ekki að komast yfir og Danir náðu síðan aftur þriggja marka forskoti, 22-19, þegar tæplega níu mínútur voru til leiksloka. Spánverjar náðu öðrum góðum kafla og jöfnuðu metin í 23-23 þegar þrjár og hálf mínúta var eftir. Staðan var síðan 24-24 þegar 75 sekúndur voru til leiksloka og Danir voru með boltann. Mikkel Hansen kom Dönum í 25-24 þegar 50 sekúndur voru eftir og Spánverjar skutu framhjá í næstu sókn. Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis.
Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira