Handbolti

Balic: Ég hefði frekar vilja mæta Dönum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ivano Balic.
Ivano Balic. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ivano Balic, leikstjórnandi Króata, verður í sviðsljósinu þegar Króatar mæta Serbum á eftir í seinni undanúrslitaleiknum á Evrópumótinu í Serbíu. Það er búist við blóðugri baráttu inn á vellinum og gríðarlega öryggisgæsla á að sjá til þess að fólk haldi friðinn á pöllunum.

„Skrokkurinn er í góðu lagi og ég hlakka til að spila við Serba. Við erum mjög ánægðir með að vera komnir í undanúrslitin og við höfðum þegar náð okkar markmiðum. Allt í viðbót við þetta verður bara bónus en auðvitað viljum við vinna titilinn," sagði Ivano Balic en Króatar hafa aldrei orðið Evrópumeistarar.

„Við verðum að einbeita okkur að þessum leik við Serba því það eru erfiðasti andstæðingurinn sem við gátum fengið. Ég hefði frekar kosið það að mæta Dönum því við erum að mæta heimaliðinu með tíu þúsund manns að baki sér," sagði Balic.

„Stuðningsmenn þeirrra eru alveg brjálaðir og hætta ekki allan leikinn. Ég vona samt að leikurinn í kvöld snúist um handbolta en ekki eitthvað annað," sagði Balic.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×