Leik lokið: Króatía - Ísland 31-29 | Naumt og svekkjandi tap Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. janúar 2012 16:49 Igor Vori skoraði þrjú mörk í dag. Nordic Photos / AFP Ísland tapaði fyrsta leik sínum á EM í Serbíu í kvöld er það mætti sterku liði Króatíu og tapaði, 31-29, eftir æsispennandi lokamínútur. Ísland var með forystu í hálfleik, 15-14, og skrefinu framar lengst af í leiknum. En Króatar náðu með öflugum varnarleik og frábærri markvörslu Mirko Alilovic að síga fram úr á lokamínútunum og tryggja sér sigur. Strákarnir spiluðu glimrandi vel fyrstu 50 mínútur leiksins og vory í forystu nánast allan fyrri hálfleikinn. Sóknarleikurinn var góður og eftir rólega byrjun náði Björgvin Páll að komast í takt við leikinn og verja nokkur góð skot. Varnarleikurinn var ágætur á köflum en hefur oft verið betri. Sverre Jakobsson fékk snemma tvær brottvísanir í leiknum sem setti strik í reikninginn en strákarnir náðu oftast að svara fyrir sig í sókninni og halda þannig undirtökunum í leiknum. Meira jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik og jafnt á flestum tölum. Ísland var þó alltaf fyrri til að skora en þetta snerist svo við á síðustu mínútunum. Denis Buntic kom Króötum yfir þegar rúmar tvær mínútur voru eftir, 29-28, og strákarnir lentu á vegg þegar þeir reyndu að sækja gegn króatísku vörninni. Þeir voru þvingaðir í erfið skot sem Alilovic varði næsta auðveldlega. Ivano Balic gerði ekki mikið í leiknum en hann fiskaði þó dýrmætt víti þegar mínúta var eftir og Ivan Cupic tryggði Króötum sigurinn með því að skora úr því. Óvenjulegt var að sjá að línumönnunum Róberti Gunnarssyni og Kára Kristjáni Kristjánssyni tókst ekki að skora í dag þrátt fyrir nokkur dauðafæri. En fleiri mistök voru gerð á báðum endum vallarins sem reynast dýrkeypt í svona jöfnum leik. Miðað við spilamennskuna í dag er þó full ástæða til að vera bjartsýnn fyrir hina tvo leikina. Króatar eru með gríðarlega sterkt lið og ætla sér sjálfsagt að fara langt á þessu móti eins og á öllum öðrum. Næsti leikur Íslands er gegn Noregi á miðvikudag og nú dugar ekkert annað en sigur. Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Ísland tapaði fyrsta leik sínum á EM í Serbíu í kvöld er það mætti sterku liði Króatíu og tapaði, 31-29, eftir æsispennandi lokamínútur. Ísland var með forystu í hálfleik, 15-14, og skrefinu framar lengst af í leiknum. En Króatar náðu með öflugum varnarleik og frábærri markvörslu Mirko Alilovic að síga fram úr á lokamínútunum og tryggja sér sigur. Strákarnir spiluðu glimrandi vel fyrstu 50 mínútur leiksins og vory í forystu nánast allan fyrri hálfleikinn. Sóknarleikurinn var góður og eftir rólega byrjun náði Björgvin Páll að komast í takt við leikinn og verja nokkur góð skot. Varnarleikurinn var ágætur á köflum en hefur oft verið betri. Sverre Jakobsson fékk snemma tvær brottvísanir í leiknum sem setti strik í reikninginn en strákarnir náðu oftast að svara fyrir sig í sókninni og halda þannig undirtökunum í leiknum. Meira jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik og jafnt á flestum tölum. Ísland var þó alltaf fyrri til að skora en þetta snerist svo við á síðustu mínútunum. Denis Buntic kom Króötum yfir þegar rúmar tvær mínútur voru eftir, 29-28, og strákarnir lentu á vegg þegar þeir reyndu að sækja gegn króatísku vörninni. Þeir voru þvingaðir í erfið skot sem Alilovic varði næsta auðveldlega. Ivano Balic gerði ekki mikið í leiknum en hann fiskaði þó dýrmætt víti þegar mínúta var eftir og Ivan Cupic tryggði Króötum sigurinn með því að skora úr því. Óvenjulegt var að sjá að línumönnunum Róberti Gunnarssyni og Kára Kristjáni Kristjánssyni tókst ekki að skora í dag þrátt fyrir nokkur dauðafæri. En fleiri mistök voru gerð á báðum endum vallarins sem reynast dýrkeypt í svona jöfnum leik. Miðað við spilamennskuna í dag er þó full ástæða til að vera bjartsýnn fyrir hina tvo leikina. Króatar eru með gríðarlega sterkt lið og ætla sér sjálfsagt að fara langt á þessu móti eins og á öllum öðrum. Næsti leikur Íslands er gegn Noregi á miðvikudag og nú dugar ekkert annað en sigur.
Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira