Norðmenn mörðu sigur gegn Slóveníu Henry Birgir Gunnarsson í Vrsac skrifar 16. janúar 2012 18:38 Úr leik liðanna í dag. mynd/vilhelm Noregur vann nauman sigur, 28-27, á Slóvenum í opnunarleik D-riðils í Vrsac í kvöld. Leikurinn var afar kaflaskiptur en Norðmenn voru sterkari á lokamínútunum og tryggðu sér tvö dýrmæt stig. Norðmenn byrjuðu leikinn með miklum látum og eftir tíu mínútna leik voru þeir með yfirburðastöðu, 6-0. Fyrsta mark Slóvena í leiknum kom ekki fyrr en eftir tæpar 11 mínútur og þá skoruðu þeir þrjú mörk á einni mínútu. Markvörður Slóvena, Gorazd Skof, komst í mikið stuð og fór að verja eins og brjálæðingur. Slóvenar keyrðu góð hraðaupphlaup og minnkuðu muninn smám saman. Það tókst þeim rétt fyrir hlé og staðan í hálfleik var 14-14. Slóvenar hófu síðari hálfleikinn með álíka látum og þeir luku þeim fyrri. Norðmenn voru sem steinrunnir er baráttuglaðir Slóvenar keyrðu yfir þá. Fljótlega í síðari hálfleik var staðan orðin 16-20 fyrir Slóvena. Norðmenn neituðu að gefast upp og unnu sig aftur inn í leikinn. Þegar korter lifði leiks náðu þeir að jafna, 21-21. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi þar sem liðin héldust í hendur. Ole Erevik datt svo í stuð í norska markinu, varði meðal annars tvö víti og Noregur leiddi með tveimur mörkum, 26-24, þegar tvær mínútur voru eftir. Slóvenar minnkuðu muninn í eitt mark en svo var markvörður þeirra rekinn af velli fyrir mótmæli. Christoffer Rambo kom Noregi í 27-25, Slóvenía svaraði að bragði en Norðmenn fengu víti er 13 sekúndur voru eftir af leiknum. Það tók Havard Tvedten og skoraði örugglega. Slóvenar skoruðu síðasta markið en það dugði ekki til. Bjarte Myrhol, Christoffer Rambo og Erlend Mamelund skoruðu allir sex mörk fyrir Noreg og Ole Erevik varði 20 skot í rammanum. Uros Zorman og Dragan Gajic voru markahæstir Slóvena með fimm mörk. Markvörðurinn skapheiti, Gorazd Skof, varði 19 skot. Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Sjá meira
Noregur vann nauman sigur, 28-27, á Slóvenum í opnunarleik D-riðils í Vrsac í kvöld. Leikurinn var afar kaflaskiptur en Norðmenn voru sterkari á lokamínútunum og tryggðu sér tvö dýrmæt stig. Norðmenn byrjuðu leikinn með miklum látum og eftir tíu mínútna leik voru þeir með yfirburðastöðu, 6-0. Fyrsta mark Slóvena í leiknum kom ekki fyrr en eftir tæpar 11 mínútur og þá skoruðu þeir þrjú mörk á einni mínútu. Markvörður Slóvena, Gorazd Skof, komst í mikið stuð og fór að verja eins og brjálæðingur. Slóvenar keyrðu góð hraðaupphlaup og minnkuðu muninn smám saman. Það tókst þeim rétt fyrir hlé og staðan í hálfleik var 14-14. Slóvenar hófu síðari hálfleikinn með álíka látum og þeir luku þeim fyrri. Norðmenn voru sem steinrunnir er baráttuglaðir Slóvenar keyrðu yfir þá. Fljótlega í síðari hálfleik var staðan orðin 16-20 fyrir Slóvena. Norðmenn neituðu að gefast upp og unnu sig aftur inn í leikinn. Þegar korter lifði leiks náðu þeir að jafna, 21-21. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi þar sem liðin héldust í hendur. Ole Erevik datt svo í stuð í norska markinu, varði meðal annars tvö víti og Noregur leiddi með tveimur mörkum, 26-24, þegar tvær mínútur voru eftir. Slóvenar minnkuðu muninn í eitt mark en svo var markvörður þeirra rekinn af velli fyrir mótmæli. Christoffer Rambo kom Noregi í 27-25, Slóvenía svaraði að bragði en Norðmenn fengu víti er 13 sekúndur voru eftir af leiknum. Það tók Havard Tvedten og skoraði örugglega. Slóvenar skoruðu síðasta markið en það dugði ekki til. Bjarte Myrhol, Christoffer Rambo og Erlend Mamelund skoruðu allir sex mörk fyrir Noreg og Ole Erevik varði 20 skot í rammanum. Uros Zorman og Dragan Gajic voru markahæstir Slóvena með fimm mörk. Markvörðurinn skapheiti, Gorazd Skof, varði 19 skot.
Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Sjá meira