Norðurlönd greiða 141 milljarð í lán til Íslands 3. janúar 2012 08:56 Um áramótin voru síðustu hlutar af lánum Norðurlandanna til Íslands greiddir en lánin voru upphaflega veitt í tengslum við efnahagsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að hér sé um að ræða tæplega 888 milljónir evra eða um 141 milljarða króna og bætist sú fjárhæð við gjaldeyrisforða Seðlabankans. Af þessari fjárhæð tekur ríkissjóður að láni um 103 milljarða kr. frá Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð, en Seðlabanki Íslands tekur að láni um 38 milljarða kr. frá Seðlabanka Noregs. Frá því í október 2008 hefur Ísland tekið lán sem nema samanlagt um 753 milljarða kr. í því skyni að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands. Gjaldeyrisforðinn í heild nemur um þessar mundir 1.030 milljarða kr. eða 2/3 af vergri landsframleiðslu. Gjaldeyrisforði að frádregnum gjaldeyrisinnstæðum annarra en ríkissjóðs í Seðlabanka Íslands og samningsbundnum afborgunum lána ríkissjóðs og Seðlabanka Íslands næstu 12 mánuði nemur hins vegar um 40% af landsframleiðslu. Á þennan mælikvarða hefur gjaldeyrisforðinn aldrei verið meiri í sögu þjóðarinnar. Það breytir því hins vegar ekki að gjaldeyrisforðinn er að fullu skuldsettur þegar tillit er tekið til allra lána sem tekin hafa verið á undanförnum árum í því skyni að styrkja forðann. Vaxtagreiðslur af gjaldeyrislánum ríkissjóðs og Seðlabanka Íslands eru áætlaðar 33 milljarðar kr. á þessu ári. Á móti þessum vaxtagreiðslum koma vaxtatekjur vegna ávöxtunar forðans, en áætlað er að hreinn vaxtakostnaður af forðanum sé um 3-4%, en það samsvarar um 1½-2% af landsframleiðslu. Í ljósi óvissu á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og í ljósi áforma um losun gjaldeyrishafta er mikilvægt fyrir Ísland að vera með stóran gjaldeyrisforða um þessar mundir þrátt fyrir umtalsverðan kostnað við forðahaldið. Þegar aðstæður breytast er vonast til að hægt verði að minnka gjaldeyrisforða jafnframt því sem unnið verður að því að draga úr skuldsetningu hans, að því er segir í tilkynningunni. Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Um áramótin voru síðustu hlutar af lánum Norðurlandanna til Íslands greiddir en lánin voru upphaflega veitt í tengslum við efnahagsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að hér sé um að ræða tæplega 888 milljónir evra eða um 141 milljarða króna og bætist sú fjárhæð við gjaldeyrisforða Seðlabankans. Af þessari fjárhæð tekur ríkissjóður að láni um 103 milljarða kr. frá Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð, en Seðlabanki Íslands tekur að láni um 38 milljarða kr. frá Seðlabanka Noregs. Frá því í október 2008 hefur Ísland tekið lán sem nema samanlagt um 753 milljarða kr. í því skyni að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands. Gjaldeyrisforðinn í heild nemur um þessar mundir 1.030 milljarða kr. eða 2/3 af vergri landsframleiðslu. Gjaldeyrisforði að frádregnum gjaldeyrisinnstæðum annarra en ríkissjóðs í Seðlabanka Íslands og samningsbundnum afborgunum lána ríkissjóðs og Seðlabanka Íslands næstu 12 mánuði nemur hins vegar um 40% af landsframleiðslu. Á þennan mælikvarða hefur gjaldeyrisforðinn aldrei verið meiri í sögu þjóðarinnar. Það breytir því hins vegar ekki að gjaldeyrisforðinn er að fullu skuldsettur þegar tillit er tekið til allra lána sem tekin hafa verið á undanförnum árum í því skyni að styrkja forðann. Vaxtagreiðslur af gjaldeyrislánum ríkissjóðs og Seðlabanka Íslands eru áætlaðar 33 milljarðar kr. á þessu ári. Á móti þessum vaxtagreiðslum koma vaxtatekjur vegna ávöxtunar forðans, en áætlað er að hreinn vaxtakostnaður af forðanum sé um 3-4%, en það samsvarar um 1½-2% af landsframleiðslu. Í ljósi óvissu á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og í ljósi áforma um losun gjaldeyrishafta er mikilvægt fyrir Ísland að vera með stóran gjaldeyrisforða um þessar mundir þrátt fyrir umtalsverðan kostnað við forðahaldið. Þegar aðstæður breytast er vonast til að hægt verði að minnka gjaldeyrisforða jafnframt því sem unnið verður að því að draga úr skuldsetningu hans, að því er segir í tilkynningunni.
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira