Pressan er á Grindavík og KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2012 06:00 KR-ingar fagna hér titlinum sem þeir unnu síðast vor. Mynd/Anton Úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla hefst í kvöld með tveimur leikjum þar sem tvö efstu lið deildarkeppninnar, Grindavík og KR, fá Njarðvík og Tindastól í heimsókn. Það búast allir við því að Grindavík og KR komist áfram án mikilla vandræða og fari langt í úrslitakeppninni í ár. Pressan er ekki auðveld viðureignar og undanfarin tvö ár hafa hvorki deildarmeistararnir né Íslandsmeistararnir komist alla leið í úrslitaeinvígið. Grindvíkingar hafa verið í nokkrum sérflokki í deildinni í vetur, tryggðu sér deildarmeistaratitilinn þegar fjórir leikir voru eftir og enduðu með átta stigum meira en næsta lið. Grindavík mætir nágrönnum sínum í Njarðvík í átta liða úrslitunum. Grindvíkingar unnu báða leikina við Njarðvík, þar af þann seinni með 22 stiga mun í Ljónagryfjunni fyrir aðeins tíu dögum. Sá sigur kom eftir smá hikst en liðið tapaði tveimur leikjum í röð eftir að deildarmeistaratitillinn var í höfn. Það hefur verið beðið lengi eftir Íslandsmeistaratitlinum í Grindavík en liðið hefur lent fjórum sinnum í öðru sæti síðan félag vann sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil árið 1996. Þetta er í fjórða sinn sem Grindvíkingar mæta í úrslitakeppnina sem deildarmeistarar og heimavallarrétt út alla keppnina. Það hefur ekki skilað Íslandsmeistaratitli í hin þrjú skiptin og liðið féll meira segja út í átta liða úrslitum sem deildarmeistari árið 1998.KR - Grindavík Powerade-bikar karla körfubolti karfa bikarinnDeildarmeistaratitillinn er líka langt frá því að vera ávísun á stóra titilinn því aðeins þrír af síðustu tíu deildarmeisturum hafa orðið Íslandsmeistarar. KR-ingar fá Tindastól í átta liða úrslitunum. KR-ingar eru núverandi Íslandsmeistarar en þurfa að brjóta blað í sögu félagsins ætli þeir að verja titilinn. KR hefur aldrei unnið titilinn tvö ár í röð eftir að úrslitakeppnin var sett á laggirnar og vann síðast tvö ár í röð árið 1979. Reyndar hefur ekki bara KR-ingum gengið illa að verja Íslandsmeistaratitilinn í karlakörfunni því það hefur ekki gerst síðan Keflvíkingar unnu þrjú ár í röð frá 2003 til 2005. KR-ingar lentu í miklum vandræðum í átta liða úrslitunum á árunum 2006 til 2008 og féllu þeir óvænt úr leik á móti ÍR vorið 2008. Síðan þá hafa KR-ingar unnið alla sex leiki sína í átta liða úrslitunum. Það verður ekki auðvelt að sækja sigur á Króknum enda hafa Stólarnir unnið fimm síðustu heimaleiki sína í úrslitakeppni og töpuðu síðast í Síkinu í úrslitakeppni fyrir tíu árum. Eitt af sárustu töpum KR-liðsins í vetur kom einmitt á móti Tindastól á Króknum í undanúrslitaleik bikarsins í febrúarbyrjun. KR-ingar hafa þegar unnið Stólanna einu sinni örugglega eftir það en sá leikur fór fram í DHL-höllinni. Nú bíða margir spenntir eftir því hvernig titilpressan fer í Grindvíkinga og KR-inga að þessu sinni. Liðin hafa allt til alls til að komast langt í ár og sumir sjá í hillingum úrslitaeinvígi eins og það hjá liðunum fyrir þremur árum þegar KR-ingar unnu á síðustu sekúndu í oddaleik. Átta liða úrslitin reyna oft mikið á einbeitingu „betri" liðanna enda þarf bara að vinna tvo leiki og með því að stela sigri í fyrsta leiknum er pressan á hærra skrifaða liðið orðin gífurleg. Hvort það verða óvænt úrslit í kvöld verður hins vegar að koma í ljós. Dominos-deild karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla hefst í kvöld með tveimur leikjum þar sem tvö efstu lið deildarkeppninnar, Grindavík og KR, fá Njarðvík og Tindastól í heimsókn. Það búast allir við því að Grindavík og KR komist áfram án mikilla vandræða og fari langt í úrslitakeppninni í ár. Pressan er ekki auðveld viðureignar og undanfarin tvö ár hafa hvorki deildarmeistararnir né Íslandsmeistararnir komist alla leið í úrslitaeinvígið. Grindvíkingar hafa verið í nokkrum sérflokki í deildinni í vetur, tryggðu sér deildarmeistaratitilinn þegar fjórir leikir voru eftir og enduðu með átta stigum meira en næsta lið. Grindavík mætir nágrönnum sínum í Njarðvík í átta liða úrslitunum. Grindvíkingar unnu báða leikina við Njarðvík, þar af þann seinni með 22 stiga mun í Ljónagryfjunni fyrir aðeins tíu dögum. Sá sigur kom eftir smá hikst en liðið tapaði tveimur leikjum í röð eftir að deildarmeistaratitillinn var í höfn. Það hefur verið beðið lengi eftir Íslandsmeistaratitlinum í Grindavík en liðið hefur lent fjórum sinnum í öðru sæti síðan félag vann sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil árið 1996. Þetta er í fjórða sinn sem Grindvíkingar mæta í úrslitakeppnina sem deildarmeistarar og heimavallarrétt út alla keppnina. Það hefur ekki skilað Íslandsmeistaratitli í hin þrjú skiptin og liðið féll meira segja út í átta liða úrslitum sem deildarmeistari árið 1998.KR - Grindavík Powerade-bikar karla körfubolti karfa bikarinnDeildarmeistaratitillinn er líka langt frá því að vera ávísun á stóra titilinn því aðeins þrír af síðustu tíu deildarmeisturum hafa orðið Íslandsmeistarar. KR-ingar fá Tindastól í átta liða úrslitunum. KR-ingar eru núverandi Íslandsmeistarar en þurfa að brjóta blað í sögu félagsins ætli þeir að verja titilinn. KR hefur aldrei unnið titilinn tvö ár í röð eftir að úrslitakeppnin var sett á laggirnar og vann síðast tvö ár í röð árið 1979. Reyndar hefur ekki bara KR-ingum gengið illa að verja Íslandsmeistaratitilinn í karlakörfunni því það hefur ekki gerst síðan Keflvíkingar unnu þrjú ár í röð frá 2003 til 2005. KR-ingar lentu í miklum vandræðum í átta liða úrslitunum á árunum 2006 til 2008 og féllu þeir óvænt úr leik á móti ÍR vorið 2008. Síðan þá hafa KR-ingar unnið alla sex leiki sína í átta liða úrslitunum. Það verður ekki auðvelt að sækja sigur á Króknum enda hafa Stólarnir unnið fimm síðustu heimaleiki sína í úrslitakeppni og töpuðu síðast í Síkinu í úrslitakeppni fyrir tíu árum. Eitt af sárustu töpum KR-liðsins í vetur kom einmitt á móti Tindastól á Króknum í undanúrslitaleik bikarsins í febrúarbyrjun. KR-ingar hafa þegar unnið Stólanna einu sinni örugglega eftir það en sá leikur fór fram í DHL-höllinni. Nú bíða margir spenntir eftir því hvernig titilpressan fer í Grindvíkinga og KR-inga að þessu sinni. Liðin hafa allt til alls til að komast langt í ár og sumir sjá í hillingum úrslitaeinvígi eins og það hjá liðunum fyrir þremur árum þegar KR-ingar unnu á síðustu sekúndu í oddaleik. Átta liða úrslitin reyna oft mikið á einbeitingu „betri" liðanna enda þarf bara að vinna tvo leiki og með því að stela sigri í fyrsta leiknum er pressan á hærra skrifaða liðið orðin gífurleg. Hvort það verða óvænt úrslit í kvöld verður hins vegar að koma í ljós.
Dominos-deild karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira