Pressan er á Grindavík og KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2012 06:00 KR-ingar fagna hér titlinum sem þeir unnu síðast vor. Mynd/Anton Úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla hefst í kvöld með tveimur leikjum þar sem tvö efstu lið deildarkeppninnar, Grindavík og KR, fá Njarðvík og Tindastól í heimsókn. Það búast allir við því að Grindavík og KR komist áfram án mikilla vandræða og fari langt í úrslitakeppninni í ár. Pressan er ekki auðveld viðureignar og undanfarin tvö ár hafa hvorki deildarmeistararnir né Íslandsmeistararnir komist alla leið í úrslitaeinvígið. Grindvíkingar hafa verið í nokkrum sérflokki í deildinni í vetur, tryggðu sér deildarmeistaratitilinn þegar fjórir leikir voru eftir og enduðu með átta stigum meira en næsta lið. Grindavík mætir nágrönnum sínum í Njarðvík í átta liða úrslitunum. Grindvíkingar unnu báða leikina við Njarðvík, þar af þann seinni með 22 stiga mun í Ljónagryfjunni fyrir aðeins tíu dögum. Sá sigur kom eftir smá hikst en liðið tapaði tveimur leikjum í röð eftir að deildarmeistaratitillinn var í höfn. Það hefur verið beðið lengi eftir Íslandsmeistaratitlinum í Grindavík en liðið hefur lent fjórum sinnum í öðru sæti síðan félag vann sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil árið 1996. Þetta er í fjórða sinn sem Grindvíkingar mæta í úrslitakeppnina sem deildarmeistarar og heimavallarrétt út alla keppnina. Það hefur ekki skilað Íslandsmeistaratitli í hin þrjú skiptin og liðið féll meira segja út í átta liða úrslitum sem deildarmeistari árið 1998.KR - Grindavík Powerade-bikar karla körfubolti karfa bikarinnDeildarmeistaratitillinn er líka langt frá því að vera ávísun á stóra titilinn því aðeins þrír af síðustu tíu deildarmeisturum hafa orðið Íslandsmeistarar. KR-ingar fá Tindastól í átta liða úrslitunum. KR-ingar eru núverandi Íslandsmeistarar en þurfa að brjóta blað í sögu félagsins ætli þeir að verja titilinn. KR hefur aldrei unnið titilinn tvö ár í röð eftir að úrslitakeppnin var sett á laggirnar og vann síðast tvö ár í röð árið 1979. Reyndar hefur ekki bara KR-ingum gengið illa að verja Íslandsmeistaratitilinn í karlakörfunni því það hefur ekki gerst síðan Keflvíkingar unnu þrjú ár í röð frá 2003 til 2005. KR-ingar lentu í miklum vandræðum í átta liða úrslitunum á árunum 2006 til 2008 og féllu þeir óvænt úr leik á móti ÍR vorið 2008. Síðan þá hafa KR-ingar unnið alla sex leiki sína í átta liða úrslitunum. Það verður ekki auðvelt að sækja sigur á Króknum enda hafa Stólarnir unnið fimm síðustu heimaleiki sína í úrslitakeppni og töpuðu síðast í Síkinu í úrslitakeppni fyrir tíu árum. Eitt af sárustu töpum KR-liðsins í vetur kom einmitt á móti Tindastól á Króknum í undanúrslitaleik bikarsins í febrúarbyrjun. KR-ingar hafa þegar unnið Stólanna einu sinni örugglega eftir það en sá leikur fór fram í DHL-höllinni. Nú bíða margir spenntir eftir því hvernig titilpressan fer í Grindvíkinga og KR-inga að þessu sinni. Liðin hafa allt til alls til að komast langt í ár og sumir sjá í hillingum úrslitaeinvígi eins og það hjá liðunum fyrir þremur árum þegar KR-ingar unnu á síðustu sekúndu í oddaleik. Átta liða úrslitin reyna oft mikið á einbeitingu „betri" liðanna enda þarf bara að vinna tvo leiki og með því að stela sigri í fyrsta leiknum er pressan á hærra skrifaða liðið orðin gífurleg. Hvort það verða óvænt úrslit í kvöld verður hins vegar að koma í ljós. Dominos-deild karla Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira
Úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla hefst í kvöld með tveimur leikjum þar sem tvö efstu lið deildarkeppninnar, Grindavík og KR, fá Njarðvík og Tindastól í heimsókn. Það búast allir við því að Grindavík og KR komist áfram án mikilla vandræða og fari langt í úrslitakeppninni í ár. Pressan er ekki auðveld viðureignar og undanfarin tvö ár hafa hvorki deildarmeistararnir né Íslandsmeistararnir komist alla leið í úrslitaeinvígið. Grindvíkingar hafa verið í nokkrum sérflokki í deildinni í vetur, tryggðu sér deildarmeistaratitilinn þegar fjórir leikir voru eftir og enduðu með átta stigum meira en næsta lið. Grindavík mætir nágrönnum sínum í Njarðvík í átta liða úrslitunum. Grindvíkingar unnu báða leikina við Njarðvík, þar af þann seinni með 22 stiga mun í Ljónagryfjunni fyrir aðeins tíu dögum. Sá sigur kom eftir smá hikst en liðið tapaði tveimur leikjum í röð eftir að deildarmeistaratitillinn var í höfn. Það hefur verið beðið lengi eftir Íslandsmeistaratitlinum í Grindavík en liðið hefur lent fjórum sinnum í öðru sæti síðan félag vann sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil árið 1996. Þetta er í fjórða sinn sem Grindvíkingar mæta í úrslitakeppnina sem deildarmeistarar og heimavallarrétt út alla keppnina. Það hefur ekki skilað Íslandsmeistaratitli í hin þrjú skiptin og liðið féll meira segja út í átta liða úrslitum sem deildarmeistari árið 1998.KR - Grindavík Powerade-bikar karla körfubolti karfa bikarinnDeildarmeistaratitillinn er líka langt frá því að vera ávísun á stóra titilinn því aðeins þrír af síðustu tíu deildarmeisturum hafa orðið Íslandsmeistarar. KR-ingar fá Tindastól í átta liða úrslitunum. KR-ingar eru núverandi Íslandsmeistarar en þurfa að brjóta blað í sögu félagsins ætli þeir að verja titilinn. KR hefur aldrei unnið titilinn tvö ár í röð eftir að úrslitakeppnin var sett á laggirnar og vann síðast tvö ár í röð árið 1979. Reyndar hefur ekki bara KR-ingum gengið illa að verja Íslandsmeistaratitilinn í karlakörfunni því það hefur ekki gerst síðan Keflvíkingar unnu þrjú ár í röð frá 2003 til 2005. KR-ingar lentu í miklum vandræðum í átta liða úrslitunum á árunum 2006 til 2008 og féllu þeir óvænt úr leik á móti ÍR vorið 2008. Síðan þá hafa KR-ingar unnið alla sex leiki sína í átta liða úrslitunum. Það verður ekki auðvelt að sækja sigur á Króknum enda hafa Stólarnir unnið fimm síðustu heimaleiki sína í úrslitakeppni og töpuðu síðast í Síkinu í úrslitakeppni fyrir tíu árum. Eitt af sárustu töpum KR-liðsins í vetur kom einmitt á móti Tindastól á Króknum í undanúrslitaleik bikarsins í febrúarbyrjun. KR-ingar hafa þegar unnið Stólanna einu sinni örugglega eftir það en sá leikur fór fram í DHL-höllinni. Nú bíða margir spenntir eftir því hvernig titilpressan fer í Grindvíkinga og KR-inga að þessu sinni. Liðin hafa allt til alls til að komast langt í ár og sumir sjá í hillingum úrslitaeinvígi eins og það hjá liðunum fyrir þremur árum þegar KR-ingar unnu á síðustu sekúndu í oddaleik. Átta liða úrslitin reyna oft mikið á einbeitingu „betri" liðanna enda þarf bara að vinna tvo leiki og með því að stela sigri í fyrsta leiknum er pressan á hærra skrifaða liðið orðin gífurleg. Hvort það verða óvænt úrslit í kvöld verður hins vegar að koma í ljós.
Dominos-deild karla Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira