Hlauptu drengur, hlauptu! Teitur Guðmundsson skrifar 24. apríl 2012 06:00 Mér er minnisstæð þessi bók sem ég las sem unglingur eftir höfundana Nicky Cruz og James Buckingham þar sem fjallað er um sanna sögu af táningsstráknum Nicky á götum New York borgar sem snýr af glæpabraut og villum vegar til betra lífs. Titillinn er stílfærður og vísar í flótta viðkomandi frá átökum, eiturlyfjafíkn og volæði. Ég hef ekki lesið þessa bók aftur en mér þótti hún átakanleg og ég man að mér leið vel í kjölfar lestrarins þar sem aðalsöguhetjan hafði náð tökum á lífinu. Vafalaust hafa margir lesið bókina og sitt sýnist hverjum, en það má að vissu leyti heimfæra titilinn á henni yfir á baráttuna fyrir betri lífsstíl og bættri heilsu. Það er nauðsynlegt að nýta hvert tækifæri sem gefst til að minna á mikilvægi hreyfingar og þá staðreynd að það er fátt mikilvægara en að koma fólki á öllum aldri úr sófanum og fá það til að reyna á hjarta, lungu og stoðkerfi. Það skiptir ekki máli hvaða hreyfingu þú velur þér svo lengi sem hún er reglubundin. En gættu þess að fylgja leiðbeiningum og fara ekki of geyst af stað. Vísindamenn hafa sýnt fram á lækkun á tíðni hjarta- og æðasjúkdóma, lækkun blóðþrýstings, jákvæð áhrif á andlega heilsu, þ.m.t þunglyndi og kvíða auk minniskerðingar. Þá hefur reglubundin hreyfing dregið úr verkjum og bólgu hjá gigtarsjúklingum, minnkað líkur á sykursýki, dregið úr beinbrotum hjá konum eftir tíðahvörf og svona mætti lengi telja. Það sem er þó sennilega besti mælikvarðinn eru lífsgæðin, en það hefur verið sýnt fram á að þau eru verulega aukin hjá þeim sem stunda reglubundna hreyfingu. En ef þetta er svona einfalt af hverju gengur okkur þá svona illa að fylgja þessum einföldu leiðbeiningum? Margir bera fyrir sig tímaskorti, aðrir að þeim passi ekki að fara í ræktina, þá eru alltaf einhverjir sem segjast ekki eiga pening, listinn er endalaus hvað snertir afsakanir fyrir hreyfingarleysi einstaklingsins og satt best að segja eru þær allar lélegar og við vitum betur. Þeir sem koma til læknis eru oftsinnis að leita að skyndilausnum á vanda sínum sem eru auðvitað ekki til þegar rótin er fólgin í lífsstíl viðkomandi. Þess vegna voru t.d. innleiddir hreyfiseðlar á heilsugæslunni sem tilraunaverkefni, þar sem læknar gátu ávísað hreyfingu sem meðferð í stað lyfja, en slíkt hefur gefist ágætlega. Ég tel að rót vandans liggi að vissu leyti í þeirri einstöku hæfni okkar mannfólksins að beita hinni svokölluðu afneitun og plata sjálft sig upp úr skónum og upp í sófa. En það koma að sjálfsögðu fleiri þættir til eins og erfðir, reykingar, mataræði, streita og sitthvað fleira sem hefur áhrif á þróun sjúkdóma. Hvað er þá til ráða og er yfir höfuð hægt að kenna gömlum hundi að sitja? Áskorunin sem felst í því að bæta lýðheilsu er að ná með góðri fræðslu á mannamáli til einstaklinganna, vinna markvissar með börnin okkar og byggja upp einhvers konar hvatakerfi í tengslum við hreyfingu. Hreyfingarleysi er líklega einn stærsti kostnaðarliðurinn í rekstri heilbrigðiskerfisins en það er undirrót þeirra lífsstílssjúkdóma sem við þekkjum í dag. Því segi ég; ef þú getur hreyft þig á annað borð þá hefur þú enga afsökun! Með vísan í titilinn að ofan eru skilaboðin einföld; hreyfðu þig, hreyfðu þig, hreyfðu þig! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Teitur Guðmundsson Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun
Mér er minnisstæð þessi bók sem ég las sem unglingur eftir höfundana Nicky Cruz og James Buckingham þar sem fjallað er um sanna sögu af táningsstráknum Nicky á götum New York borgar sem snýr af glæpabraut og villum vegar til betra lífs. Titillinn er stílfærður og vísar í flótta viðkomandi frá átökum, eiturlyfjafíkn og volæði. Ég hef ekki lesið þessa bók aftur en mér þótti hún átakanleg og ég man að mér leið vel í kjölfar lestrarins þar sem aðalsöguhetjan hafði náð tökum á lífinu. Vafalaust hafa margir lesið bókina og sitt sýnist hverjum, en það má að vissu leyti heimfæra titilinn á henni yfir á baráttuna fyrir betri lífsstíl og bættri heilsu. Það er nauðsynlegt að nýta hvert tækifæri sem gefst til að minna á mikilvægi hreyfingar og þá staðreynd að það er fátt mikilvægara en að koma fólki á öllum aldri úr sófanum og fá það til að reyna á hjarta, lungu og stoðkerfi. Það skiptir ekki máli hvaða hreyfingu þú velur þér svo lengi sem hún er reglubundin. En gættu þess að fylgja leiðbeiningum og fara ekki of geyst af stað. Vísindamenn hafa sýnt fram á lækkun á tíðni hjarta- og æðasjúkdóma, lækkun blóðþrýstings, jákvæð áhrif á andlega heilsu, þ.m.t þunglyndi og kvíða auk minniskerðingar. Þá hefur reglubundin hreyfing dregið úr verkjum og bólgu hjá gigtarsjúklingum, minnkað líkur á sykursýki, dregið úr beinbrotum hjá konum eftir tíðahvörf og svona mætti lengi telja. Það sem er þó sennilega besti mælikvarðinn eru lífsgæðin, en það hefur verið sýnt fram á að þau eru verulega aukin hjá þeim sem stunda reglubundna hreyfingu. En ef þetta er svona einfalt af hverju gengur okkur þá svona illa að fylgja þessum einföldu leiðbeiningum? Margir bera fyrir sig tímaskorti, aðrir að þeim passi ekki að fara í ræktina, þá eru alltaf einhverjir sem segjast ekki eiga pening, listinn er endalaus hvað snertir afsakanir fyrir hreyfingarleysi einstaklingsins og satt best að segja eru þær allar lélegar og við vitum betur. Þeir sem koma til læknis eru oftsinnis að leita að skyndilausnum á vanda sínum sem eru auðvitað ekki til þegar rótin er fólgin í lífsstíl viðkomandi. Þess vegna voru t.d. innleiddir hreyfiseðlar á heilsugæslunni sem tilraunaverkefni, þar sem læknar gátu ávísað hreyfingu sem meðferð í stað lyfja, en slíkt hefur gefist ágætlega. Ég tel að rót vandans liggi að vissu leyti í þeirri einstöku hæfni okkar mannfólksins að beita hinni svokölluðu afneitun og plata sjálft sig upp úr skónum og upp í sófa. En það koma að sjálfsögðu fleiri þættir til eins og erfðir, reykingar, mataræði, streita og sitthvað fleira sem hefur áhrif á þróun sjúkdóma. Hvað er þá til ráða og er yfir höfuð hægt að kenna gömlum hundi að sitja? Áskorunin sem felst í því að bæta lýðheilsu er að ná með góðri fræðslu á mannamáli til einstaklinganna, vinna markvissar með börnin okkar og byggja upp einhvers konar hvatakerfi í tengslum við hreyfingu. Hreyfingarleysi er líklega einn stærsti kostnaðarliðurinn í rekstri heilbrigðiskerfisins en það er undirrót þeirra lífsstílssjúkdóma sem við þekkjum í dag. Því segi ég; ef þú getur hreyft þig á annað borð þá hefur þú enga afsökun! Með vísan í titilinn að ofan eru skilaboðin einföld; hreyfðu þig, hreyfðu þig, hreyfðu þig!
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun