Handbolti

Ísland mætir Hollandi í umspilsleikjum fyrir HM 2013

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Íslenska landsliðið í handknattleik karla mætir Hollandi í umspilsleikjum fyrir HM 2013 á Spáni sem fram fer í janúar á næsta ári. Dregið var í Belgrad í dag.

Fyrri leikurinn fer fram hér á landi helgina 9-10. júní og síðari leikurinn í Hollandi viku síðar.

Hollendingar hafa ekki þótt framarlega í handknattleik og geta Íslendingar vel við unað með dráttinn.

Aðrar viðureignir í umspilinu

Litháen - Pólland

Makedónía - Austurríki

Rússland - Tékkland

Slóvenía - Portúgal

Slóvakía - Hvíta-Rússland

Svíþjóð - Svartfjallaland

Ungverjaland - Noregur

Þýskaland - Bosnía




Fleiri fréttir

Sjá meira


×