Viðskipti innlent

Fulltrúar bankanna ræða tilmæli FME við þingnefnd

Fulltrúar bankanna mæta á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag til að kanna viðbrögð þeirra við tilmælum Fjármálaeftirlitsins (FME).

Tilmælin eru að bankarnir stilli innheimtuaðgerðum í hóf í málum sem réttaaróvissa er um í kjölfar gengislánadóms Hæstaréttar 15. febrúar síðastliðinn.

Þá verður þörfin metin á auknum lagaheimildum til að samræma aðgerðir sýslumanna og tryggja flýtimeðferð og endurupptöku mála, sem byggð voru á ólögmætæum forsendum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×