Viðskipti innlent

Minnstur kynbundinn launamunur hjá Verkís

Það er PricewaterhouseCoopers sem veitir viðurkenninguna.
Það er PricewaterhouseCoopers sem veitir viðurkenninguna.
Verkfræðistofan Verkís er það fyrirtæki sem minnstur kynbundin launamunur er hjá á meðal fyrirtækja sem endurskoðendafyrirtækið PricewaterhouseCoopers kannaði kynbundinn launamun hjá.

Verkís er ennfremur fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem hlýtur Gullmerki í Jafnlaunaúttekt PricewaterhouseCoopers.

Þessi úttekt greinir kynbundinn launamun innan fyrirtækja og metur hvort fyrirtæki greiði báðum kynjum sömu laun fyrir sambærileg störf. Verkís fékk engar athugasemdir við úttektina og þurfti ekki að gera neinar úrbætur eða breytingar til þess að hljóta Gullmerkið.

Jafnlaunaúttektin greinir upplýsingar úr launakerfum fyrirtækja samkvæmt viðurkenndri aðferðafræði og veitir upplýsingar um raunverulegan launamun kynjanna þegar tekið hefur verið tillit til þeirra þátta sem mest hafa áhrif á laun, s.s. menntunar, starfsaldurs, starfaflokks og vinnustunda.

Til að hljóta Gullmerkið þurfa fyrirtæki að hafa 3,5% eða minni launamun en Verkís var með um 2% launamun sem er ekki skýrður með þeim þáttum sem hafa helst áhrif á laun.

Þetta er langlægsta hlutfall sem PwC hefur séð hér á landi. Í niðurstöðum skýrslunnar er hlutfallið hjá Verkís talið óverulegt og ekki hægt að greina að Verkís sé að greiða kynjunum meðvitað mismunandi laun fyrir sambærileg störf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×