Ólafur getur unnið í þriðja landinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2012 07:00 Ólafur Stefánsson vann Evrópukeppni meistaraliða þrisvar sinnum með spænska félaginu Ciudad Real.Fréttablaðið/vilhelm Ólafur Stefánsson á möguleika á því að vinna Evrópukeppni meistaraliða í fimmta sinn á ferlinum. Þrír Íslendingar hafa unnið Meistaradeildina í handbolta en það gæti fjölgað í þeim hópi um helgina enda þrjú Íslendingalið í sviðsljósinu. Ólafur Stefánsson er sigursælasti íslenski leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar og getur enn bætt við stórkostlega metaskrá sína í Lanxess Arena um helgina. Þrjú Íslendingalið verða í sviðsljósinu og það eru því miklar líkur á því að Íslendingar standi uppi sem sigurvegarar á sunnudaginn. Ólafur (AG Kaupmannahöfn), Alfreð Gíslason (Kiel) og Aron Pálmarsson (Kiel) hafa unnið þennan titil áður en AG-mennirnir Snorri Steinn Guðjónsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason og Füchse-mennirnir Dagur Sigurðsson og Alexander Petersson vonast allir til þess að bætast í hóp þeirra íslensku handboltamanna sem hafa unnið bestu deild í heimi. Ólafur Stefánsson hefur unnið Evrópukeppni meistaraliða fjórum sinnum og í öll skiptin var það frammistaða hans öðru fremur sem skilaði bikarnum í hús. Ólafur varð einu sinni Evrópumeistari með þýska liðinu Magdeburg (2002) og þrisvar sinnum Evrópumeistari með spænska liðinu Ciudad Real (2006, 2008, 2009). Hann á því möguleika á því að vinna þennan eftirsótta titil í þriðja landinu. Öll þessi ár var úrslitaleikurinn spilaður heima og að heiman en frá og með árinu 2010 hefur verið spiluð ein úrslitahelgi þar sem koma saman fjögur bestu liðin. Snorri Steinn Guðjónsson talaði um það í gær að Ólafur væri maður stórleikjanna og frammistaða hans í úrslitaleikjum Evrópukeppni meistaraliða sýnir það og sannar. Í öllum fjórum titlunum var Ólafur Stefánsson sem dæmi markahæstur á vellinum í seinni leiknum eða þegar lið hans tryggði sér titilinn. Hann skoraði 8 mörk í seinni leiknum 2009, 12 mörk í seinni leiknum 2008, 7 mörk í seinni leiknum 2006 og 7 mörk í seinni leiknum 2002. Þá eru ótaldar stoðsendingarnar sem alltaf er nóg af á þessum bæ. Alfreð Gíslason er eini íslenski þjálfarinn sem hefur unnið Meistaradeildina en hann á nú möguleika á því að gera lið í þriðja sinn að besta liði Evrópu. Alfreð gerði Magdeburg að Evrópumeisturum 2002 og Kiel vann titilinn undir hans stjórn fyrir tveimur árum. Aron Pálmarsson getur nú unnið Meistaradeildina í annað skiptið þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gamall en hann var líka með Kiel-liðinu fyrir tveimur árum. Alfreð hefur því í bæði skiptin haft íslenskan leikmann í sínu liði þegar hann hefur gert lið að Evrópumeisturum. Alfreð og Ólafur unnu keppnina saman hjá Magdeburg fyrir tíu árum en eru nú mótherjar alveg eins og fyrir þremur árum þegar Ólafur fór fyrir liði Ciudad Real sem vann Kiel með dramatískum hætti í úrslitaleiknum. Það er ekki eina skiptið sem Alfreð hefur þurft að sætta sig við tap því hann var nálægt því að vinna með Tusem Essen árið 1988 en Alfreð og félagar töpuðu þá fyrir rússneska liðinu CSKA Moskva á færri mörkum skoruðum á útivelli. Alfreð var þó ekki fyrsti íslenski leikmaðurinn til þess að spila úrslitaleik í Evrópukeppni meistaraliða því átta árum áður (1980) komust Valsmenn alla leið í úrslitaleikinn. Valsmenn léku þá á móti TV Grosswallstadt í úrslitaleiknum í Munchen en urðu að sætta sig við 12-21 tap. Nú er að sjá hvort það fjölgi í meistarahóp Íslendinga um helgina, það er í það minnsta full ástæða fyrir íslenska handboltaáhugamenn að fylgjast vel með í Köln. Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Sjá meira
Ólafur Stefánsson á möguleika á því að vinna Evrópukeppni meistaraliða í fimmta sinn á ferlinum. Þrír Íslendingar hafa unnið Meistaradeildina í handbolta en það gæti fjölgað í þeim hópi um helgina enda þrjú Íslendingalið í sviðsljósinu. Ólafur Stefánsson er sigursælasti íslenski leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar og getur enn bætt við stórkostlega metaskrá sína í Lanxess Arena um helgina. Þrjú Íslendingalið verða í sviðsljósinu og það eru því miklar líkur á því að Íslendingar standi uppi sem sigurvegarar á sunnudaginn. Ólafur (AG Kaupmannahöfn), Alfreð Gíslason (Kiel) og Aron Pálmarsson (Kiel) hafa unnið þennan titil áður en AG-mennirnir Snorri Steinn Guðjónsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason og Füchse-mennirnir Dagur Sigurðsson og Alexander Petersson vonast allir til þess að bætast í hóp þeirra íslensku handboltamanna sem hafa unnið bestu deild í heimi. Ólafur Stefánsson hefur unnið Evrópukeppni meistaraliða fjórum sinnum og í öll skiptin var það frammistaða hans öðru fremur sem skilaði bikarnum í hús. Ólafur varð einu sinni Evrópumeistari með þýska liðinu Magdeburg (2002) og þrisvar sinnum Evrópumeistari með spænska liðinu Ciudad Real (2006, 2008, 2009). Hann á því möguleika á því að vinna þennan eftirsótta titil í þriðja landinu. Öll þessi ár var úrslitaleikurinn spilaður heima og að heiman en frá og með árinu 2010 hefur verið spiluð ein úrslitahelgi þar sem koma saman fjögur bestu liðin. Snorri Steinn Guðjónsson talaði um það í gær að Ólafur væri maður stórleikjanna og frammistaða hans í úrslitaleikjum Evrópukeppni meistaraliða sýnir það og sannar. Í öllum fjórum titlunum var Ólafur Stefánsson sem dæmi markahæstur á vellinum í seinni leiknum eða þegar lið hans tryggði sér titilinn. Hann skoraði 8 mörk í seinni leiknum 2009, 12 mörk í seinni leiknum 2008, 7 mörk í seinni leiknum 2006 og 7 mörk í seinni leiknum 2002. Þá eru ótaldar stoðsendingarnar sem alltaf er nóg af á þessum bæ. Alfreð Gíslason er eini íslenski þjálfarinn sem hefur unnið Meistaradeildina en hann á nú möguleika á því að gera lið í þriðja sinn að besta liði Evrópu. Alfreð gerði Magdeburg að Evrópumeisturum 2002 og Kiel vann titilinn undir hans stjórn fyrir tveimur árum. Aron Pálmarsson getur nú unnið Meistaradeildina í annað skiptið þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gamall en hann var líka með Kiel-liðinu fyrir tveimur árum. Alfreð hefur því í bæði skiptin haft íslenskan leikmann í sínu liði þegar hann hefur gert lið að Evrópumeisturum. Alfreð og Ólafur unnu keppnina saman hjá Magdeburg fyrir tíu árum en eru nú mótherjar alveg eins og fyrir þremur árum þegar Ólafur fór fyrir liði Ciudad Real sem vann Kiel með dramatískum hætti í úrslitaleiknum. Það er ekki eina skiptið sem Alfreð hefur þurft að sætta sig við tap því hann var nálægt því að vinna með Tusem Essen árið 1988 en Alfreð og félagar töpuðu þá fyrir rússneska liðinu CSKA Moskva á færri mörkum skoruðum á útivelli. Alfreð var þó ekki fyrsti íslenski leikmaðurinn til þess að spila úrslitaleik í Evrópukeppni meistaraliða því átta árum áður (1980) komust Valsmenn alla leið í úrslitaleikinn. Valsmenn léku þá á móti TV Grosswallstadt í úrslitaleiknum í Munchen en urðu að sætta sig við 12-21 tap. Nú er að sjá hvort það fjölgi í meistarahóp Íslendinga um helgina, það er í það minnsta full ástæða fyrir íslenska handboltaáhugamenn að fylgjast vel með í Köln.
Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti