Ólafur getur unnið í þriðja landinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2012 07:00 Ólafur Stefánsson vann Evrópukeppni meistaraliða þrisvar sinnum með spænska félaginu Ciudad Real.Fréttablaðið/vilhelm Ólafur Stefánsson á möguleika á því að vinna Evrópukeppni meistaraliða í fimmta sinn á ferlinum. Þrír Íslendingar hafa unnið Meistaradeildina í handbolta en það gæti fjölgað í þeim hópi um helgina enda þrjú Íslendingalið í sviðsljósinu. Ólafur Stefánsson er sigursælasti íslenski leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar og getur enn bætt við stórkostlega metaskrá sína í Lanxess Arena um helgina. Þrjú Íslendingalið verða í sviðsljósinu og það eru því miklar líkur á því að Íslendingar standi uppi sem sigurvegarar á sunnudaginn. Ólafur (AG Kaupmannahöfn), Alfreð Gíslason (Kiel) og Aron Pálmarsson (Kiel) hafa unnið þennan titil áður en AG-mennirnir Snorri Steinn Guðjónsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason og Füchse-mennirnir Dagur Sigurðsson og Alexander Petersson vonast allir til þess að bætast í hóp þeirra íslensku handboltamanna sem hafa unnið bestu deild í heimi. Ólafur Stefánsson hefur unnið Evrópukeppni meistaraliða fjórum sinnum og í öll skiptin var það frammistaða hans öðru fremur sem skilaði bikarnum í hús. Ólafur varð einu sinni Evrópumeistari með þýska liðinu Magdeburg (2002) og þrisvar sinnum Evrópumeistari með spænska liðinu Ciudad Real (2006, 2008, 2009). Hann á því möguleika á því að vinna þennan eftirsótta titil í þriðja landinu. Öll þessi ár var úrslitaleikurinn spilaður heima og að heiman en frá og með árinu 2010 hefur verið spiluð ein úrslitahelgi þar sem koma saman fjögur bestu liðin. Snorri Steinn Guðjónsson talaði um það í gær að Ólafur væri maður stórleikjanna og frammistaða hans í úrslitaleikjum Evrópukeppni meistaraliða sýnir það og sannar. Í öllum fjórum titlunum var Ólafur Stefánsson sem dæmi markahæstur á vellinum í seinni leiknum eða þegar lið hans tryggði sér titilinn. Hann skoraði 8 mörk í seinni leiknum 2009, 12 mörk í seinni leiknum 2008, 7 mörk í seinni leiknum 2006 og 7 mörk í seinni leiknum 2002. Þá eru ótaldar stoðsendingarnar sem alltaf er nóg af á þessum bæ. Alfreð Gíslason er eini íslenski þjálfarinn sem hefur unnið Meistaradeildina en hann á nú möguleika á því að gera lið í þriðja sinn að besta liði Evrópu. Alfreð gerði Magdeburg að Evrópumeisturum 2002 og Kiel vann titilinn undir hans stjórn fyrir tveimur árum. Aron Pálmarsson getur nú unnið Meistaradeildina í annað skiptið þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gamall en hann var líka með Kiel-liðinu fyrir tveimur árum. Alfreð hefur því í bæði skiptin haft íslenskan leikmann í sínu liði þegar hann hefur gert lið að Evrópumeisturum. Alfreð og Ólafur unnu keppnina saman hjá Magdeburg fyrir tíu árum en eru nú mótherjar alveg eins og fyrir þremur árum þegar Ólafur fór fyrir liði Ciudad Real sem vann Kiel með dramatískum hætti í úrslitaleiknum. Það er ekki eina skiptið sem Alfreð hefur þurft að sætta sig við tap því hann var nálægt því að vinna með Tusem Essen árið 1988 en Alfreð og félagar töpuðu þá fyrir rússneska liðinu CSKA Moskva á færri mörkum skoruðum á útivelli. Alfreð var þó ekki fyrsti íslenski leikmaðurinn til þess að spila úrslitaleik í Evrópukeppni meistaraliða því átta árum áður (1980) komust Valsmenn alla leið í úrslitaleikinn. Valsmenn léku þá á móti TV Grosswallstadt í úrslitaleiknum í Munchen en urðu að sætta sig við 12-21 tap. Nú er að sjá hvort það fjölgi í meistarahóp Íslendinga um helgina, það er í það minnsta full ástæða fyrir íslenska handboltaáhugamenn að fylgjast vel með í Köln. Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Danmörk | Strákarnir hans Alfreðs geta tryggt sér sæti í undanúrslitum Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Sjá meira
Ólafur Stefánsson á möguleika á því að vinna Evrópukeppni meistaraliða í fimmta sinn á ferlinum. Þrír Íslendingar hafa unnið Meistaradeildina í handbolta en það gæti fjölgað í þeim hópi um helgina enda þrjú Íslendingalið í sviðsljósinu. Ólafur Stefánsson er sigursælasti íslenski leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar og getur enn bætt við stórkostlega metaskrá sína í Lanxess Arena um helgina. Þrjú Íslendingalið verða í sviðsljósinu og það eru því miklar líkur á því að Íslendingar standi uppi sem sigurvegarar á sunnudaginn. Ólafur (AG Kaupmannahöfn), Alfreð Gíslason (Kiel) og Aron Pálmarsson (Kiel) hafa unnið þennan titil áður en AG-mennirnir Snorri Steinn Guðjónsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason og Füchse-mennirnir Dagur Sigurðsson og Alexander Petersson vonast allir til þess að bætast í hóp þeirra íslensku handboltamanna sem hafa unnið bestu deild í heimi. Ólafur Stefánsson hefur unnið Evrópukeppni meistaraliða fjórum sinnum og í öll skiptin var það frammistaða hans öðru fremur sem skilaði bikarnum í hús. Ólafur varð einu sinni Evrópumeistari með þýska liðinu Magdeburg (2002) og þrisvar sinnum Evrópumeistari með spænska liðinu Ciudad Real (2006, 2008, 2009). Hann á því möguleika á því að vinna þennan eftirsótta titil í þriðja landinu. Öll þessi ár var úrslitaleikurinn spilaður heima og að heiman en frá og með árinu 2010 hefur verið spiluð ein úrslitahelgi þar sem koma saman fjögur bestu liðin. Snorri Steinn Guðjónsson talaði um það í gær að Ólafur væri maður stórleikjanna og frammistaða hans í úrslitaleikjum Evrópukeppni meistaraliða sýnir það og sannar. Í öllum fjórum titlunum var Ólafur Stefánsson sem dæmi markahæstur á vellinum í seinni leiknum eða þegar lið hans tryggði sér titilinn. Hann skoraði 8 mörk í seinni leiknum 2009, 12 mörk í seinni leiknum 2008, 7 mörk í seinni leiknum 2006 og 7 mörk í seinni leiknum 2002. Þá eru ótaldar stoðsendingarnar sem alltaf er nóg af á þessum bæ. Alfreð Gíslason er eini íslenski þjálfarinn sem hefur unnið Meistaradeildina en hann á nú möguleika á því að gera lið í þriðja sinn að besta liði Evrópu. Alfreð gerði Magdeburg að Evrópumeisturum 2002 og Kiel vann titilinn undir hans stjórn fyrir tveimur árum. Aron Pálmarsson getur nú unnið Meistaradeildina í annað skiptið þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gamall en hann var líka með Kiel-liðinu fyrir tveimur árum. Alfreð hefur því í bæði skiptin haft íslenskan leikmann í sínu liði þegar hann hefur gert lið að Evrópumeisturum. Alfreð og Ólafur unnu keppnina saman hjá Magdeburg fyrir tíu árum en eru nú mótherjar alveg eins og fyrir þremur árum þegar Ólafur fór fyrir liði Ciudad Real sem vann Kiel með dramatískum hætti í úrslitaleiknum. Það er ekki eina skiptið sem Alfreð hefur þurft að sætta sig við tap því hann var nálægt því að vinna með Tusem Essen árið 1988 en Alfreð og félagar töpuðu þá fyrir rússneska liðinu CSKA Moskva á færri mörkum skoruðum á útivelli. Alfreð var þó ekki fyrsti íslenski leikmaðurinn til þess að spila úrslitaleik í Evrópukeppni meistaraliða því átta árum áður (1980) komust Valsmenn alla leið í úrslitaleikinn. Valsmenn léku þá á móti TV Grosswallstadt í úrslitaleiknum í Munchen en urðu að sætta sig við 12-21 tap. Nú er að sjá hvort það fjölgi í meistarahóp Íslendinga um helgina, það er í það minnsta full ástæða fyrir íslenska handboltaáhugamenn að fylgjast vel með í Köln.
Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Danmörk | Strákarnir hans Alfreðs geta tryggt sér sæti í undanúrslitum Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Sjá meira