Umfjöllun: Dramatískur sigur hjá Stjörnunni Henry Birgir Gunnarsson í Ásgarði skrifar 14. apríl 2011 20:55 Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Valli Það verður ekkert af því að KR sópi Stjörnunni í úrslitaeinvígi Iceland Express-deildar karla. Stjörnumenn svöruðu fyrir sig á heimavelli í kvöld, unnu leikinn, 107-105, og jöfnuðu þar með einvígið í 1-1. Jovan Zdraveski hefur oft gert það gott í svörtu sokkunum í Ásgarði og hann mætti heldur betur tilbúinn í gær. Raðaði niður körfunum, reif niður sóknarfráköst og gerði KR-ingum almennt lífið leitt. Á sama tíma voru KR-ingar kaldir fyrir utan þriggja stiga línuna en skotin þeirra voru afar léleg. Dómarar síðasta leik voru arfaslakir en þeir Sigmundur Herbertsson og Björgvin Rúnarsson voru með allt aðra og betri línu. Leikurinn fékk því að fljóta. Leiddir af Jovan í stuði voru heimamenn í ágætri stöðu eftir fyrsta leikhlutann, 26-20. Marcus Walker lifnaði við í öðrum leikhluta og hreinlega tók yfir leikinn. Einn og óstuddur kom hann KR inn í leikinn og síðan yfir. Liðin héldust í hendur út annan leikhlutann og þegar flautað var til leikhlés munaði aðeins tveimur stigum á liðinum, 54-52. Jovan var bestur hjá Stjörnunni með 17 stig í hálfleiknum og Justin ágætur með 10. Marcus Walker var í sérflokki hjá KR og skoraði 24 stig í hálfleiknum. KR var alls ekki að spila vel og algjörlega Walker að þakka að liðið var inn í leiknum í hálfleik. Spennan hélt áfram í þriðja leikhluta. Stjarnan var með frumkvæðið en KR elti. Aldrei munaði miklu á liðunum en bæði lið að hitta vel og mikið skorað. Þegar einn leikhluti var eftir leiddi Stjarnan enn með tveimur stigum, 81-79. Það voru gríðarlega mikil og hörð átök í fjórða leikhluta og lá við að syði upp úr. Skal engan undra þar sem það var mikið undir. Sem fyrr var Stjarnan skrefi á undan en KR neitaði að láta sig hverfa. Þegar þrjár mínútur voru eftir fékk Jovan sína fimmtu villu og Pavel jafnaði með þriggja stiga skoti, 97-97 og allt á suðupunkti. Þegar ein mínúta var eftir skoraði Daníel afar huggulegu körfu fyrir Stjörnuna með sniðskoti. 104-99 og KR með bakið upp við vegginn. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, tók þá leikhlé. Brynjar Þór skoraði þá úr þriggja stiga skoti langt fyrir utan. 104-102. Walker fékk í kjölfarið sína fimmtu villu og Shouse fór á línuna. Hann var öruggur þar og setti niður bæði skotin. KR gafst ekki upp og Brynjar minnkaði muninn á ný þegar 32 sekúndur voru eftir, 106-104. Fannar Helgason fór næst á línuna fyrir Stjörnuna og klúðraði báðum skotunum. Stjörnumenn brutu á Brynjari þegar 16 sekúndur voru eftir. Brynjar klúðraði fyrra vítinu en setti það seinna niður. 106-105. KR setti Lindmets næst á línuna þegar 11 sekúndur voru eftir. Hann setti niður annað skotið. KR fékk tækifæri til þess að jafna eða klára leikinn. Pavel tók þriggja stiga skot sem misheppnaðist algjörlega. Var langt frá. Garðbæingar fönguðu eins og óðir væru í kjölfarið sætum sigri. Stjarnan-KR 107-105 (54-52)Stjarnan: Jovan Zdravevski 25/8 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 22/5 fráköst/6 stoðsendingar, Renato Lindmets 19/7 fráköst/6 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 15/5 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 11, Fannar Freyr Helgason 10, Kjartan Atli Kjartansson 3, Guðjón Lárusson 2.KR: Marcus Walker 34/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 32, Finnur Atli Magnússon 13/7 fráköst, Hreggviður Magnússon 9/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 8/14 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 6/6 fráköst, Ágúst Angantýsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Sjá meira
Það verður ekkert af því að KR sópi Stjörnunni í úrslitaeinvígi Iceland Express-deildar karla. Stjörnumenn svöruðu fyrir sig á heimavelli í kvöld, unnu leikinn, 107-105, og jöfnuðu þar með einvígið í 1-1. Jovan Zdraveski hefur oft gert það gott í svörtu sokkunum í Ásgarði og hann mætti heldur betur tilbúinn í gær. Raðaði niður körfunum, reif niður sóknarfráköst og gerði KR-ingum almennt lífið leitt. Á sama tíma voru KR-ingar kaldir fyrir utan þriggja stiga línuna en skotin þeirra voru afar léleg. Dómarar síðasta leik voru arfaslakir en þeir Sigmundur Herbertsson og Björgvin Rúnarsson voru með allt aðra og betri línu. Leikurinn fékk því að fljóta. Leiddir af Jovan í stuði voru heimamenn í ágætri stöðu eftir fyrsta leikhlutann, 26-20. Marcus Walker lifnaði við í öðrum leikhluta og hreinlega tók yfir leikinn. Einn og óstuddur kom hann KR inn í leikinn og síðan yfir. Liðin héldust í hendur út annan leikhlutann og þegar flautað var til leikhlés munaði aðeins tveimur stigum á liðinum, 54-52. Jovan var bestur hjá Stjörnunni með 17 stig í hálfleiknum og Justin ágætur með 10. Marcus Walker var í sérflokki hjá KR og skoraði 24 stig í hálfleiknum. KR var alls ekki að spila vel og algjörlega Walker að þakka að liðið var inn í leiknum í hálfleik. Spennan hélt áfram í þriðja leikhluta. Stjarnan var með frumkvæðið en KR elti. Aldrei munaði miklu á liðunum en bæði lið að hitta vel og mikið skorað. Þegar einn leikhluti var eftir leiddi Stjarnan enn með tveimur stigum, 81-79. Það voru gríðarlega mikil og hörð átök í fjórða leikhluta og lá við að syði upp úr. Skal engan undra þar sem það var mikið undir. Sem fyrr var Stjarnan skrefi á undan en KR neitaði að láta sig hverfa. Þegar þrjár mínútur voru eftir fékk Jovan sína fimmtu villu og Pavel jafnaði með þriggja stiga skoti, 97-97 og allt á suðupunkti. Þegar ein mínúta var eftir skoraði Daníel afar huggulegu körfu fyrir Stjörnuna með sniðskoti. 104-99 og KR með bakið upp við vegginn. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, tók þá leikhlé. Brynjar Þór skoraði þá úr þriggja stiga skoti langt fyrir utan. 104-102. Walker fékk í kjölfarið sína fimmtu villu og Shouse fór á línuna. Hann var öruggur þar og setti niður bæði skotin. KR gafst ekki upp og Brynjar minnkaði muninn á ný þegar 32 sekúndur voru eftir, 106-104. Fannar Helgason fór næst á línuna fyrir Stjörnuna og klúðraði báðum skotunum. Stjörnumenn brutu á Brynjari þegar 16 sekúndur voru eftir. Brynjar klúðraði fyrra vítinu en setti það seinna niður. 106-105. KR setti Lindmets næst á línuna þegar 11 sekúndur voru eftir. Hann setti niður annað skotið. KR fékk tækifæri til þess að jafna eða klára leikinn. Pavel tók þriggja stiga skot sem misheppnaðist algjörlega. Var langt frá. Garðbæingar fönguðu eins og óðir væru í kjölfarið sætum sigri. Stjarnan-KR 107-105 (54-52)Stjarnan: Jovan Zdravevski 25/8 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 22/5 fráköst/6 stoðsendingar, Renato Lindmets 19/7 fráköst/6 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 15/5 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 11, Fannar Freyr Helgason 10, Kjartan Atli Kjartansson 3, Guðjón Lárusson 2.KR: Marcus Walker 34/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 32, Finnur Atli Magnússon 13/7 fráköst, Hreggviður Magnússon 9/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 8/14 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 6/6 fráköst, Ágúst Angantýsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Sjá meira