Handbolti

Var á leiðinni í skólann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Johan Jakobsson.
Johan Jakobsson. Nordic Photos / AFP

Johan Jakobsson hefur verið kallaður í sænska landsliðshópinn í stað Kim Andersson sem er frá vegna meiðsla.

Andersson, sem er leikmaður Kiel í Þýskalandi, er með brotinn þumalfingur og verður frá næstu vikurnar vegna þessa.

Svíar hafa þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum keppninnar en mæta Dönum í lokaumferð milliriðlakeppninnar í kvöld.

Jakobsson var á leið í skólann þegar símtalið kom en hann er í verkfræði samhliða því að spila með Sävehof í sænsku úrvalsdeildinni.

Jakobsson verður þó ekki í hópnum í kvöld þar sem að Svíar hafa þegar gert eina breytingu á sínum leikmannahópi.

Svíar mega gera eina breytingu í viðbót en ætla að fyrst að klára leikinn gegn Dönum í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×