Viðskipti innlent

GreenQloud í hópi þeirra áhugaverðustu

Eiríkur Sveinn Hrafnsson
Eiríkur Sveinn Hrafnsson
Íslenska sprotafyrirtækið GreenQloud var nýverið valið eitt af áhugaverðustu umhverfistæknifyrirtækjum heims af hinu heimsþekkta ráðgjafar- og greiningarfyrirtæki Gartner.

Fyrirtækið gefur á hverju ári út skýrslu sem ber heitið Cool Vendors og tiltekur þar 300 áhugaverðustu sprotafyrirtæki í heimi, fimm í hverjum flokki.

Að hljóta viðurkenningu frá fyrirtæki eins og Gartner sem er leiðandi í rannsóknum og ráðgjöf í upplýsingatækni, er mikill heiður fyrir lítið sprotafyrirtæki á Íslandi með stórar hugmyndir,“ segir Eiríkur Sveinn Hrafnsson, framkvæmdastjóri GreenQloud.

Fyrirtækið stefnir að því að opna á næstunni umhverfisvænsta tölvuský heims hér á landi. - þj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×