Kostnaðurinn við krónuna Ólafur Stephensen skrifar 13. desember 2011 06:00 Tveir af forystumönnum Alþýðusambandsins, Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ og Ólafur Darri Andrason hagfræðingur, hafa skrifað afar vandaðar og vel rökstuddar greinar um vaxtamál, gjaldmiðil og húsnæðismál í tvö síðustu helgarblöð Fréttablaðsins. Af þessum skrifum má draga ýmsar ályktanir. Í fyrsta lagi sýna tvímenningarnir fram á að tal um að banna verðtryggð lán eða afnema verðtryggingu er ekki lausn á skuldavanda heimila eða stökkbreytingu lána þegar verðbólguskot koma. Til lengri tíma litið hafa raunvextir óverðtryggðra lána á Íslandi verið óhagstæðari lántakendum en vextir á verðtryggðu lánunum af því að fjármálastofnanir reikna áhættu af verðbólgu inn í vextina. Greiðslubyrði óverðtryggðra lána getur að auki orðið óviðráðanleg til skemmri tíma í verðbólguskotum, en með verðtryggðu lánunum er henni frestað, sem leiðir af sér hægari eignamyndun. Í öðru lagi draga Gylfi og Ólafur Darri skýrt fram að fylgni er á milli verðbólguskota og falls krónunnar. Það útskýrist af því að hlutdeild innfluttra vara í neyzlu Íslendinga er um 40%. Þegar krónan fellur, sem gerist reglulega, hækkar verð. Tilraunir til að halda genginu föstu hafa misheppnazt. Það er þannig gjaldmiðillinn, sem er vandinn. Þegar stjórnmálamenn segja að verðtryggingin sé ekki vandinn heldur verðbólgan, horfa þeir of stutt. Meginundirrót verðbólgunnar er óstöðug og sífellt rýrnandi króna. Í þriðja lagi sýna ASÍ-mennirnir fram á gríðarlegan vaxtamun á milli Íslands og evrusvæðisins. Undanfarin tólf ár hefur munur á vöxtum á óverðtryggðum ríkisbréfum verið 7,7% að meðaltali. Munurinn á vöxtum húsnæðislána hefur lengi verið á bilinu 4-5% og rýkur upp þegar verðbólgan nær sér á strik. Gylfi og Ólafur Darri vitna til gagna sem sýna að húsnæðisvextir í ýmsum smærri löndum Evrópu lækkuðu verulega þegar þau gengu í ESB. Hefði Ísland gengið inn og vaxtalækkunin orðið svipuð hér, hefði það jafngilt um 29% launahækkun fyrir skatt, miðað við dæmi sem þeir taka af hjónum með meðaltekjur sem tóku lán fyrir þriggja herbergja íbúð. Það er kjarabót sem fæstir myndu afþakka, en tvímenningarnir segja að hún sé ekki raunhæf. Nær sé að reyna að lækka vaxtamuninn á milli Íslands og evruríkjanna. Það gerist hins vegar ekki á grundvelli sjálfstæðs gjaldmiðils. Þetta eru röksemdir sem þeir, sem vilja verja krónuna sem framtíðargjaldmiðil landsins, hafa ekki svarað með sannfærandi hætti. Evrusvæðið glímir nú við mikla erfiðleika. Engu að síður hefur evran ekki hrunið, verðbólgan hefur ekki ætt af stað og greiðslubyrði venjulegs fólks ekki rokið upp úr öllu valdi. Og enn eru góðar líkur á að evrusvæðið komist á sléttan sjó. Meðal annars vegna þess gífurlega langtímaávinnings fyrir íslenzk heimili sem felst í því að taka upp annan gjaldmiðil, væri ábyrgðarlaust að kasta nú frá sér tækifærinu til að taka upp evruna. Þvert á móti á að klára samninga, sem opna Íslendingum þann möguleika. Það tekur tíma og að þeim tíma loknum er hægt að skoða hver staðan er á evrusvæðinu – samanborið við krónusvæðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun
Tveir af forystumönnum Alþýðusambandsins, Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ og Ólafur Darri Andrason hagfræðingur, hafa skrifað afar vandaðar og vel rökstuddar greinar um vaxtamál, gjaldmiðil og húsnæðismál í tvö síðustu helgarblöð Fréttablaðsins. Af þessum skrifum má draga ýmsar ályktanir. Í fyrsta lagi sýna tvímenningarnir fram á að tal um að banna verðtryggð lán eða afnema verðtryggingu er ekki lausn á skuldavanda heimila eða stökkbreytingu lána þegar verðbólguskot koma. Til lengri tíma litið hafa raunvextir óverðtryggðra lána á Íslandi verið óhagstæðari lántakendum en vextir á verðtryggðu lánunum af því að fjármálastofnanir reikna áhættu af verðbólgu inn í vextina. Greiðslubyrði óverðtryggðra lána getur að auki orðið óviðráðanleg til skemmri tíma í verðbólguskotum, en með verðtryggðu lánunum er henni frestað, sem leiðir af sér hægari eignamyndun. Í öðru lagi draga Gylfi og Ólafur Darri skýrt fram að fylgni er á milli verðbólguskota og falls krónunnar. Það útskýrist af því að hlutdeild innfluttra vara í neyzlu Íslendinga er um 40%. Þegar krónan fellur, sem gerist reglulega, hækkar verð. Tilraunir til að halda genginu föstu hafa misheppnazt. Það er þannig gjaldmiðillinn, sem er vandinn. Þegar stjórnmálamenn segja að verðtryggingin sé ekki vandinn heldur verðbólgan, horfa þeir of stutt. Meginundirrót verðbólgunnar er óstöðug og sífellt rýrnandi króna. Í þriðja lagi sýna ASÍ-mennirnir fram á gríðarlegan vaxtamun á milli Íslands og evrusvæðisins. Undanfarin tólf ár hefur munur á vöxtum á óverðtryggðum ríkisbréfum verið 7,7% að meðaltali. Munurinn á vöxtum húsnæðislána hefur lengi verið á bilinu 4-5% og rýkur upp þegar verðbólgan nær sér á strik. Gylfi og Ólafur Darri vitna til gagna sem sýna að húsnæðisvextir í ýmsum smærri löndum Evrópu lækkuðu verulega þegar þau gengu í ESB. Hefði Ísland gengið inn og vaxtalækkunin orðið svipuð hér, hefði það jafngilt um 29% launahækkun fyrir skatt, miðað við dæmi sem þeir taka af hjónum með meðaltekjur sem tóku lán fyrir þriggja herbergja íbúð. Það er kjarabót sem fæstir myndu afþakka, en tvímenningarnir segja að hún sé ekki raunhæf. Nær sé að reyna að lækka vaxtamuninn á milli Íslands og evruríkjanna. Það gerist hins vegar ekki á grundvelli sjálfstæðs gjaldmiðils. Þetta eru röksemdir sem þeir, sem vilja verja krónuna sem framtíðargjaldmiðil landsins, hafa ekki svarað með sannfærandi hætti. Evrusvæðið glímir nú við mikla erfiðleika. Engu að síður hefur evran ekki hrunið, verðbólgan hefur ekki ætt af stað og greiðslubyrði venjulegs fólks ekki rokið upp úr öllu valdi. Og enn eru góðar líkur á að evrusvæðið komist á sléttan sjó. Meðal annars vegna þess gífurlega langtímaávinnings fyrir íslenzk heimili sem felst í því að taka upp annan gjaldmiðil, væri ábyrgðarlaust að kasta nú frá sér tækifærinu til að taka upp evruna. Þvert á móti á að klára samninga, sem opna Íslendingum þann möguleika. Það tekur tíma og að þeim tíma loknum er hægt að skoða hver staðan er á evrusvæðinu – samanborið við krónusvæðið.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun