Viðskipti innlent

92 prósent af eignasafni Kaupþings voru bréf í bankanum sjálfum

Nítíu og tvö prósent af eignasafni eigin viðskipta Kaupþings daginn fyrir hrun voru bréf í bankanum sjálfum. Síðustu fimm mánuðina fyrir fall bankans keypti bankinn allt að sjötíu og fimm prósent af öllum hlutabréfum í bankanum sjálfum sem í boði voru í hverjummánuði. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Þar sagði að starfsmenn bankans hafi markvisst gert tilboð í bréf bankans til að halda verðinu uppi. Einnig var vísað til gagna sem herma að frá apríl 2007 hafi stöðu bankans í eigin bréfum verið leynt fyrir stjórninni með því að falsa skýrslur þar sem staðan átti að koma fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×