Gjaldeyrishöft blása upp fasteignaverðið 10. maí 2011 07:36 Íslenskir fjárfestar eru farnir að sýna fasteignamarkaðnum aukinn áhuga. Þinglýstum samningum vegna fasteignakaupa hér á landi fjölgaði um 70 prósent á höfuðborgarsvæðinu fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við sama tímabil 2010. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum hafa útlán þó ekki aukist í samræmi við það. Í Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka kemur fram að þrátt fyrir aukin umsvif á fasteignamarkaðnum megi ekki greina samsvarandi aukningu í útlánum vegna íbúðakaupa. Í Markaðspunktunum kemur jafnframt fram að þessi auknu umsvif séu ein afleiðing gjaldeyrishaftanna og að aukinn áhuga fjárfesta á fasteignakaupum megi rekja til þess að fáir aðrir fjárfestingakostir séu í boði. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir þó að engar tölur séu til sem staðfesti þessa þróun, en þetta sé engu að síður afar líkleg skýring á þessum auknu umsvifum á markaðnum. Þó að útlán hafi lítillega verið að taka við sér séu þau ekki í takti við veltuna, sem hefur aukist um allt að 100 prósent á milli ára. "Það hefur verið mikill kippur á síðustu mánuðum og á sama tíma höfum við séð verðið hækka," segir Ásdís. Hún segir þetta meðal annars vísbendingu um að fjársterkir einstaklingar séu að kaupa fasteignir. Gera má ráð fyrir að þessi þróun geri almenningi erfiðara fyrir að kaupa íbúðir, sérstaklega þeim sem séu að kaupa sína fyrstu íbúð. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, tekur undir það að afar líklegt sé að markaðurinn sé að færast í þessa átt. "Með lækkandi vöxtum virðast vera einhver drög að því að menn séu að fara með innistæðurnar sínar út," segir hann. Árni Páll segir að vissulega geti þetta leitt til verðþrýstings upp á við og í hagkerfi sem starfi í umhverfi gjaldeyrishafta sé alltaf hætt við eignabólum. "En þessi þrýstingur er þó að minnsta kosti byggður á raunverulegum eignum," segir Árni Páll. "Einhvers staðar verða þessir peningar að finna sér farveg. En það er auðvitað hætta á eignabólum í umhverfi gjaldeyrishafta, þegar peningamagnið í umferð eltir takmarkað magn af eignum." Viðskiptaráðherra segir erfitt fyrir stjórnvöld að bregðast við svona þróun þegar um sé að ræða tilflutning á fjármagni á milli ólíkra eignaforma. - sv Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Íslenskir fjárfestar eru farnir að sýna fasteignamarkaðnum aukinn áhuga. Þinglýstum samningum vegna fasteignakaupa hér á landi fjölgaði um 70 prósent á höfuðborgarsvæðinu fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við sama tímabil 2010. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum hafa útlán þó ekki aukist í samræmi við það. Í Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka kemur fram að þrátt fyrir aukin umsvif á fasteignamarkaðnum megi ekki greina samsvarandi aukningu í útlánum vegna íbúðakaupa. Í Markaðspunktunum kemur jafnframt fram að þessi auknu umsvif séu ein afleiðing gjaldeyrishaftanna og að aukinn áhuga fjárfesta á fasteignakaupum megi rekja til þess að fáir aðrir fjárfestingakostir séu í boði. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir þó að engar tölur séu til sem staðfesti þessa þróun, en þetta sé engu að síður afar líkleg skýring á þessum auknu umsvifum á markaðnum. Þó að útlán hafi lítillega verið að taka við sér séu þau ekki í takti við veltuna, sem hefur aukist um allt að 100 prósent á milli ára. "Það hefur verið mikill kippur á síðustu mánuðum og á sama tíma höfum við séð verðið hækka," segir Ásdís. Hún segir þetta meðal annars vísbendingu um að fjársterkir einstaklingar séu að kaupa fasteignir. Gera má ráð fyrir að þessi þróun geri almenningi erfiðara fyrir að kaupa íbúðir, sérstaklega þeim sem séu að kaupa sína fyrstu íbúð. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, tekur undir það að afar líklegt sé að markaðurinn sé að færast í þessa átt. "Með lækkandi vöxtum virðast vera einhver drög að því að menn séu að fara með innistæðurnar sínar út," segir hann. Árni Páll segir að vissulega geti þetta leitt til verðþrýstings upp á við og í hagkerfi sem starfi í umhverfi gjaldeyrishafta sé alltaf hætt við eignabólum. "En þessi þrýstingur er þó að minnsta kosti byggður á raunverulegum eignum," segir Árni Páll. "Einhvers staðar verða þessir peningar að finna sér farveg. En það er auðvitað hætta á eignabólum í umhverfi gjaldeyrishafta, þegar peningamagnið í umferð eltir takmarkað magn af eignum." Viðskiptaráðherra segir erfitt fyrir stjórnvöld að bregðast við svona þróun þegar um sé að ræða tilflutning á fjármagni á milli ólíkra eignaforma. - sv
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun